The Nightmare Before Christmas Leikstjóri : Henry Selick
Handrit : Tim Burton (saga og persónur), Michael McDowell og Caroline Thompson
Lengd myndar : 76 mín
Framleiðsluland : Bandaríkin
Ár : 1993
Aðal“hlutverk” : Chris Sarandon, Danny Elfman, Catherine O'Hara, William Hickey
Tegund myndar : Teiknimynd, söngleikur, fantasía, grín, “hryllingur”

Árið 1993, þegar ég var ungur drengur í Bandaríkjunum, fór ég með föður mínum og bróður mínum á þessa mynd, sem var í mínum augum vægast sagt undarleg jólamynd. Þegar ég horfði á þessa mynd um daginn, var það í þriðja eða fjórða skipti sem ég sé hana, ég hafði ákveðið að kaupa mér hana fyrir löngu, það var bara að bíða eftir að ég fyndi hana á einhverjum almennilegum stað. Þess má geta

Myndin segir frá graskerakonunginum (Pumpkin king) Jack Skellington, en undanfarin ár hefur hann stjórnað hátíðarhöldunum sem fara fram í tilefni hrekkjavöku. Eftir að hafa gegnt því embætti í mörg ár finnst honum það orðið heldur innantómt, í byrjun myndar eiga sér stað nýjustu hátíðarhöldin og eftir að hafa verið hrósað af flestum íbúum Hrekkjavökuborgar (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) heldur hann ásamt drauga(hundinum?) Zero út í skóg. Þar er hann kominn á stað sem hann hefur aldrei séð áður og eru þar margar hurðir sem ganga að mismunandi hátíðum, til dæmis Jólalands, Páskalands og Hrekkjavökulands. Eftir að hafa gluggað inn í Jólaborg, verður hann hugfanginn af jóla andanum og ákveður að þau í bænum hans muni halda upp á jólin og eftir það fer af stað atburðarás sem engan hefði órað fyrir…

Ég verð bara að segja að allar raddir smellpassi og maður kemst alveg í góðan filing við að horfa á myndina og er tónlistin í myndinni alveg frábær og bætir á stemninguna. Chris Sarandon talar fyrir Jack Skellington og ætli þetta hafi ekki verið hátindur ferils hans, en Danny Elfman, sá hinn sami og semur tónlistina fyrir myndina, syngur fyrir Jack og aðra í myndinni. Hann hefur samið tónlistina í flestum myndum Tim Burton’s og er ekki annað hægt en að segja að maðurinn kann sitt fag. Catherine passar í hlutverk Sally og allt sem tengist myndinni er frábært. Ég heyrði held ég í gerð myndarinnar að gerð hennar hafi tekið um þrjú ár.

Aukaefnið á DVD – disknum er nokkuð gott miðað við að vera einungis eins disks útgáfa. Það er umtal frá þeim helstu sem koma við gerð hennar, Tim Burton, leikstjórinn Henry Selick, annan pródúser og þá sem sjá um leikmyndina og hönnuði myndarinnar. Tvær stuttmyndir Tim Burton eru einnig sýndar, þær Frankenweenie og Vincent. Frankenweenie segir frá hundinum Sparky og ýmsum atburðum sem snúast í kringum hann, aftur á móti fannst mér Vincent alveg frábær mynd um ungan dreng sem virkar frekar paranoid, les Edgar Allen Poe og er ekki eins og flestir ungir drengir. Einnig er poster gallery og Tim Burtons’s world, þar eru sýndir þrír ,,heimar”, the real world, Halloween town og Christmas Town, en þar eru sýndar helstu persónur, gerð þeirra og fleira. Og til að ég gleymi einu ekki, þá voru til fleiri hundruðir hausa af Jack og Sally, allir með örlítið mismunandi svipbrigði til þess að gera myndina sem fullkomnasta.

Mitt persónulega alit á þessari mynd er það, að þessi mynd sé fullkomin, öðruvísi stíll yfir þessari mynd en öðrum Disney myndum, ekki jafn “vivid” að hafa myndina “claymation” (held ég) og að hafa teiknaða, þó eflaust séu margir sem kunni ekki að meta þennan stíl, skemmtilegur söguþráður og ekki get ég kvartað yfir neinu.
Tim Burton á þakkir skyldar fyrir að færa okkur þessa mynd!