Punch-Drunk Love Nýjasta mynd leikstjórans Paul Thomas Anderson (Boogie Nights, Magnolia), Punch-Drunk Love, er algjört meistaraverk. Það sem kom mér mikið á óvart er leikframmistaða Adam Sandler (Waterboy, Little Nicky, Happy Gilmore, The Weeding Singer). Fyrri myndir hans hafa ekki verið upp á marga fiska og vinnur hann hér sér inn þvílíkan leiksigur.

Myndin fjallar um Barry Egan (Adam Sandler), hálfgeðveikan fyrirtækiseiganda. Hann ólst upp með sjö ráðríkum og stríðnismiklum systrum og veitti það honum töluverðugan skaða. Hann hefur fundið leið til að fá flugpunkta á færibandi með því að kaupa óhóflega mikið magn af búðing. Ein systir hans kynnir honum fyrir vinkonu sinni, Lenu (Emily Watson) sem er greinilega mjög hrifinn af Barry. Barry er mjög einmana og á einnig ekki mjög létt með að umgangast kvennfólk. Einmanaleiki Barrys er eiginlega farinn út í þunglyndisástand og grætur hann að ástæðulausu. Barry flækist í vanda við klámlínueiganda sem á klámlínuna sem hann hringdi í eitt einmanakvöldið og blandast það skemmtilega í atburðarrásina.

Emily Watson fer eins og venjulega á kostum. Hér er hún við hlið Sandlers og er hún mjög góð þrátt fyrir að Sandler skyggi á hana. Fastagestir í myndum Andersons, Luiz Guzmán og Philip Seymour Hoffman standa sig vel í frekar létt leysandi hlutverkum. Margir hafa sagt að persóna Sandlers sé ekki svo ólík hans fyrri persónum. Það er margt til í því en munur persónanna er að “Barry Egan” er mikið raunverulegri og einnig er atburðarrásin mikið ruanverulegri en í gelgjugrínmyndum Sandlers.

Paul Thomas Anderson er einn af athyglisverðugustu ungi leikstjórum Hollywood ef ekki sá athyglisverðugasti. Með Punch Drunk Love gefur Anderson ekkert eftir fyrri verkum sínum og gefur frá sér en eitt meistaraverkið. PDL er ofbeldisfull rómantísk gamanmynd sem sker sig út úr fjöldanum. Ekki er þetta venjuleg rómantísk gamanmynd enda er PTA enginn venjulegur leikstjóri.

Ég vona að fólk haldi ekki að hér er á ferð einhver aulahúmorsmynd Sandlers og það fólk sem vonast eftir þannig mynd er hér á röngum stað. Punch Drunk Love er fyrst og fremst Paul Thomas Anderson mynd. Ég get mælt með henni eins og öðrum mynd Andersons og er hún jafn mikið meistaraverk og fyrri myndir hans.

***1/2/****