Sem gríðar mikill Seinfeld aðdáandi hef ég beðið eftir þessari mynd með eftirvæntingu í nokkurn tíma.

Comedian er low-budget heimildarmynd sem fjallar um hlið á grínustum sem maður hefur ekki oft fengið tækifæri til að sjá. Eins og flestir vita losaði Seinfeld sig við allt hans material, alla sketcha, allt perfomance sem hann hefur unnið að og gert í svo mörg ár og ákveður að byrja frá byrjun.
Leikstjórinn Christian Charles eltir hann um i ár með myndavél þar sem hann mætir óboðinn inn í litla “Comedy klúbba”, sem eru svo algengir Stóra eplinu og performar í 5-10 mínútur í senn til að æfa sig með nýja sketcha og athuga hvernig þeir virka til að undirbúa sig svo fyrir alvöru klukkutíma langt standup.

Seinfeld lýsir því að mæta í standup með nýtt efni sem hann hefur aldrei farið með áður “like going to work in your underwear”. Í myndinni er fullt af athyglisverðum samtölum við aðra stóra í bransanum, svosem Bill Cosby, Robert Kleine, Chris Rock, Jay Leno og Ray Romano. Maður fær að sjá að standup comedy er alvöru vinna, sem þarf að leggja miklu vinnu í til að ná árangri og lifa undir gríðarlegu álagi.

Myndin fylgir líka ungum standup comedian, Orny Adams. Adams fellur undir verndarvæng George Shapiro, risanafns í heimi grínista í Bandaríkjunum. Hann er einmitt umboðsmaður Seinfelds, og fólk man eflaust eftir honum í Man on the moon. Sú mynd sem maður fær af Adams er að hann er hrokafullt, sjálfsumglatt fífl sem ofmetur sjálfan sig og gerir sér of miklar vonir. Þegar hann hann nær ekki hylli áhorfenda kennir hann því um áhorfendur, veðrið og tíma dagsins, ólíkt Seinfeld sem segir “never blame the audience”.

Ekki horfa á “Comedian” með því hugarfari að sjá fyndna mynd, heldur athyglisverða og skemmtilega heimildarmynd um listamann og grínista bransann.

Myndin fær 81% fresh á rottentomatoes.