Í gærkveldi vildi svo heppilega til að mér bauðst að sjá “Screening” útgáfuna af Cast Away með Tom Hanks og Helen Hunt í aðalhlutverkum í leikstjórn Robert Zemeckis.
Ég horfði á myndina með væntingum, ég bjóst við að sjá góða mynd en ekki frábæra. Það var það nákvæmlega sem ég fékk út úr myndinni. Ég held mikið upp á Hanks, Hunt og Zemeckis en þau hefðu getað gert svo miklu betur. Tom Hanks og Helen Hunt stóðu sig mjög vel en með handrit að meðallagi og frekar slappa leikstjórn. Samt sem áður var myndatakan framúrskarandi og sum skotin mjög flott þar sem stundum manni fannst maður vera að detta fram úr sætinu þegar Hanks var að skoða eyðieyjuna. Það kom mér mikið að óvart að myndin sýndi ekki nógu mikið af geðshræringu Hanks þar sem hann þarf að komast af á eyðieyju í yfir 1500 daga, talandi við blakbolta. Einnig fannst mér undarlegt hvernig hægt var að innleiða Hanks aftur inn í siðmenninguna þegar hann var fundinn eftir þessa lífsreynslu á svona skömmum tíma. Mér þykir að það er nokkuð af sálfræðilegum eiginleikum sem ég sakna við myndina og hefði mátt koma betur fram og gert myndina frábæra. Satt að segja þá vantaði alveg þetta “Feel-Good” dæmi sem gerir Tom Hanks myndir þess virði að sjá. Rétt eins og “Remember The Titans” gerði sem ég mun skrifa um fljótlega.

Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á þessa mynd þegar hún kemur í kvikmyndahús hérlendis eftir nokkra mánuði.

ScOpE