Í fjögur ár hef ég verið að bíða eftir nýjustu mynd Paul Thomas Anderson. Magnolia og Boogie Nights eru tvær af uppáhaldsmyndunum mínum. Frábær kvikmyndataka, langdregnar og þótt að söguþráðurinn gefi það ekki í skyn, ótrúlega spennandi. Ég fór náttúrlega strax á forsýningu Undirtóna um leið og ég frétti af því og bjóst við því að verða ekki fyrir vonbrigðum.

Og í fyrsta sinn í langan tíma kom mynd mér á óvart. Adam Sandler er hérna í sínu fyrsta alvarlegu hlutverki, og hann hefur aldrei verið betri, né fyndnari, þótt að þetta sé engin gamanmynd. Þessi mynd er svokölluð “instant klassík”, og ég mæli með því að allir hunsi væmna plakatið og fari að sjá hana með opinn huga.

Að mínu áliti er Paul thomas Anderson næsti Stanley Kubrick. Frumleg myndataka, alltaf frumlegur söguþráður og engar endurtekningar. Svo má ekki gleyma að hann lætur mann bíða í mörg ár fyrir næstu mynd.