Flestir kannast við Dean Devlin og Roland Emmerich, sérstaklega þar sem þeir hafa fært okkur jafn innantómt en glansandi efni, eins og Godzilla og ID4. Oftast hefur Roland Emmerich setið við stjórnvölin og þannig séð er hann ekkert alslæmur leikstjóri, hann hefur bara verið óheppinn með handrit(eða réttara sagt, hann og Devlin kunna ekkert að skrifa handrit yfirhöfuð). Núna hafa þessi félagar ákveðið að skipta um sæti og Dean Devlin mun víst leikstýra næst á meðan Roland Emmerich framleiðir hana. Myndin heitir einfaldlega Cellular og fjallar um mann sem fær símtal frá konu sem hefur verið rænt. Þaðan byrjar svo einhverjir voða hasar þegar maðurinn ákveður að bjarga konunni og dóttur hennar. Einhvern veginn býst ég við að þetta verði enn ein vælukjóa hasamynd eins og Armageddon og aðrar þannig að enginn ætti að búast við neinu spes. Einnig má geta að Emmerich og Devlin gerðu saman Patriot með Mel Gibson í aðalhlutverki, en það er ein af fyrstu myndunum sem þeir gera saman þar sem þeir hafa ekki komið nálægt handritagerðinni.
[------------------------------------]