Það er einn hlutur sem ég þoli ekki, þegar fólk er að segja manni, eða bara tala um, plottið í bíó myndum
sem maður er ekki búinn að sjá! Eins og t.d. veit ég alveg hvað gerðist í Sixth Sense(ætla samt ekki að skvíla því hér!) og ég hef ekkert voðalega mikinn áhuga á því að sjá hana lengur! Svo hafði ég ekkert að gera á Scary Movie því ég var búinn að heyra gjörsamlega allt úr henni! Og ég hló ekki mjög mikið að Orgazmo og Mafia, það var búið að segja manni nánast allt það fynda, og ég get svarið fyrir það, að það var búið að segja manni hvert eitt og einasta fyndna atriði úr Mafia, þetta er ömurlegt þegar fólk lætur svona!

Þetta er alltaf svona, fólk virðist hafa einhverja ánægju af því að skemma fyrir manni bíómyndir! Eins og t.d. var einhver að reyna að segja mér plottið í Perfect Storm, veit reyndar ekki hvort það var eitthvað til í því og ég reyndi að hlusta ekki, og er eiginlega búinn að gleyma því hvað maðurinn sagði, en þetta er samt óþolandi!!! Ég vil bara biðja ykkur fíflin sem stundið þetta að hætta þessu.

Með fyrirfram þökk,
JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _