Þar sem ég er í frjálsum tölvutíma og hundleiðist ætla ég að senda inn stutta grein. Þessi grein á væntanlega eftir að vera illa skrifuð en ég nenni engan vegin að fara yfir þetta.


For A Few Dollars More. (1965)

Önnur myndin í sphagetti-þríleik Sergi Leones olli svo sannarlega ekki vonbrigðum og telja flestir hana, ef ekki allir hana veri betri mynd en forveran. Clint Eastwood fer frábærlega með hlutverk “The Man With No Name” eða “Monco”. Hann leikur mannveiðarann (eða það minnir mig allavega að það kallist) sem reynir að ná uppi hættulega bófaklíku fyrir peninga. Hann er ekki sá eini sem er á eftir klíkunni en það er annar maður að nafni Douglas Mortimer. Saman reynda þeir að ná klíkunni og skapast þar með skemmtileg atburðarás.

***+/****


Dirty Harry

Frábær lögreglumynd með Clint Eastwood í aðalhlutverki, hann leikur hér fræga persónu að nafni Harry Callahan, eða Dirty Harry eins og hann er kallaður. Myndin er mjög góð og fjallar um eltingaleik kattarin og músarinnar, Dirty Harry og morðingjans Scorpio. Myndin er vel skrifuð og persónurnar skemmtilegar og vel skrifaðar. Samtölin eru frábær, allt sem Dirty Harry segir er svo svalt og stílískt. Myndinni leikstýrir Don Siegel en hann er sá leikstjóri sem oftast hefur unnið með “Clintinum”. Frábæt mynd í alla staði.

***+/****

Unforgiven (1992)

Mögnuð mynd sem hlaut alls 4 óskarverðlaun árið 1992. Clint fékk sín fyrstu óskarsverðlaun og voru þau fyrir leikstjórn. Myndin fjallar um þrjá félaga, þá William Munny (Clint Eastwood), Ned Logan (Morgan Freeman) og The ‘Schofield Kid’(James Woolvett) sme reyna að ná uppá mönnum sem skáru hórur. Félagarnir þrír eru leigumorðingjar. Myndin er ekki þessi týpíski vestri, einvígi og þannig heldur er þetta allt haft raunverulegt. Gott handrit, vel skrifðuð samtöl, frábær leikur og leikstjórn gera þessa mynd frábæra. Gene Hackman leikur einnig og fer hann með hlutverk “litle Bill”, lögreglustjóra og fékk hann óskari fyrir besta leik í aukahlutverki. Mögnuð mynd.

****/****

Pale Rider.

Árið 1985 kom út vestru frá Clint Eastwood, en hann bæði leikur aðalhlutverk og leikstýrir. Maður hefur mjög oft séð betri Clint myndir og varð ég fyrir vonbrigðum með myndina, frekar leiðinleg og illa skrifuð, leikurinn ekki upp á sitt besta og mætti leggja meira í myndina. Myndin er samt ágætis afþreying og skemmtir maður sér ágætlega við að horfa´hana, samt ekkert “súper” vel. Mynd sem lekur rétt undir meðallagi.

*+/****


Tíminn er nú búinn og held ég nú heim á leið. Athugiði að ég er ekki að leggja neitt mikið í greinina og hef ekki tíma til að fara yfir.