The Ring Jesús. Ég er að skrifa þessa grein um kvöldið sem ég sá myndina og ég þarf að líta stöku sinnum bakvið mig til þess að fullvissa mig um að það sé ekkert þarna. Þetta var spooky mynd dauðans.

Í myndinni voru bregðiatriði eins og þau gerast best og líka bara einfaldlega hræðileg atriði. Ég sver fyrir það að þetta gæti alveg verið óhugnanlegasta myndin sem ég hef farið á.

The Ring er bandarísk útgáfa af japönsku myndinni Ringo. Japanska útgáfan kemur út á video bráðum ef marka má orð vinar míns sem ég fór á myndina með.

Myndin er um, ja…videospólu sem er eitthvað á sem engin maður myndi vilja sjá. Nei okey. Ég má ekki segja neitt um hana meira. Það verða bara allir að sjá myndina, allavega þeir sem hafa áhuga á miklum horror.

Það eru víst til fleiri Ring myndir Ring 2 og jafnvel 3. Og bandaríkjamenn gerðu víst breytingar á myndinni sem þeir hefðu átt að láta ógert. Þannig að þegar myndin kemur út á video, það er að segja alvöru japanska útgáfan verð ég bara að sjá hana.

Allaveg, ég vil helst ekki segja neitt frá myndinni. Ég get sagt það að þeir sem horfa á þessa spólu sem ég sagði frá (spóla sem er í myndinni), þeir deyja. Þetta gæti kannski hljómað fáránlega en þetta er alls ekki fáránlegt.

Fariði bara á myndina og skemmtið ykkur vel.

Kveðja, Veteran.