Kvikmyndin About Schmidt fjallar um 66 ára gamla
tryggingasölumanninn Warren Schmidt (Jack Nicholson) sem
fer á eftirlaun eftir að hafa unnið á tryggingarfélaginu
Woodmen tæplega allt sitt líf. En þegar hann er kominn á
eftirlaun kemst hann að því að hann hefur aldrei gert neitt gott
fyrir heiminn og lífið hans á skrifstofunum hefur verið heldur
betur tómt svo hann ættleiðir lítinn Afrískan strák að nafni
Ndugu og borgar honum 22 dollara á mánuði (gegnum póst)
til að lifa. Skyndilega deyr eiginkona Warren og hann er skilinn
aleinn eftir og versnar allt þegar hann kemst að 30 ára
franhjáhald konu sinnar og besta vinar sinns. Í biturleika
sínum ákveður hann að “bæta”(?) heiminn með því að
eyðileggja brúðkaup dóttur sinnar sem er að fara að giftast
mesta hálfvita í heiminum.

Þessi mynd er alveg einstaklega góð og hefur ekki komið
svona falleg mynd síðan Magnolia. Maður hló mikið á
myndinni því hún er nú einnig frá leikstjóra Election Alexander
Payne. Ég sá þessa mynd á VCD hjá frænda mínum um
daginn og mér leist vægjast sagt mjög vel á hana og er það
synd að hún fái bara tvær tilnefningar til óskarsins jafnvel þótt
hún eigi þessar tilnefningar skilið.

P.s. Jack Nicholson hefur ekki verið svona magnaður lengi.