Er landslagið í kvikmyndaheiminum að breytast ? Ég tel landslagið vera breytast. Æ fleiri áróðumyndir eru að koma á markað. Það er svo sem skiljanlegt, sérstaklega núna þegar bandaríkjamenn hervæðast á fullu og sjá djöfull í hverju horni sem vill steipa þeim af stóli.

Á 5 og 6 áratug, og jafnvél framá 7 áratug var dulinn áróður í bandarískum myndum gagnvart kommunista og sovétríkjunum. Þetta var reyndar líka í sovéskum myndum. Þar var áróðurinn gagnvart markaðsvæðingu vestrænu ríkjunum ásamt ríkjunum sjálfum.

Þetta landslag sýnist mér vera komið aftur. Nema núna eru það ekki sovétmenn sem eru fórnalömbin. Núna er það hversu bandaríkjamenn eru “góðir”.

Um daginn þegar ég var að renna yfir kvikmyndasafnið mitt sá ég að flestar myndirnar sem ég átti voru frá árunum ‘80-´95. Flestar þessar myndir sýna hroka og grimmd bandaríkjamann gagnvart sjálfum sér og umheiminum í leið. Hversu “mannlegir” þeir eru. Sem dæm vill ég taka stríðsmyndir. Á þessum tíma finnur maður enga hetju. Allavega enga hetju sem er góð. Bara menn sem eru með hroka og yfirgang, m.ö.o. “mannlegir”.

Í Myndum frá Oliver Stone(Platoon ’85), Francis Ford Coppola(Apocalypse Now ‘79) og Stanley Kubrick(Full Metal Jacket ’87) má sjá ákveðið mynstur. Í öllum myndunum eru það bandaríkjamenn sem eru “vondu” kallarnir. Þeir ráðast alltaf gegn hvor öðrum. Í Full Metal Jacket missir einn maður stjórn á sér og drepur yfirmann sinn í æfingarbúðum og fremur svo sjálfsmorð. Þarna var yfirmaðurinn illmennið en stóri fetir “saklausi” maðurinn góður.

Í Apocalupse Now skeður það sama. Herforingi missi vitið og reynir að vinna víetnam stríðið sjálfur. Bandaríkjastjórn reynir þá að senda mann til að drepa hann. Á leiðinni upp ánna veltir maðurinn(Martin Sheen) fyrir sér hvort hann getur drepið bandarískan herforingja. En á endanum gerir hann það og á hrottalegan hátt.

Svo í Platoon er allt sýnt. Þarna er hroki og yfirgangur bandaríkjamann í sýnu mesta veldi. Og það sama skeður í henni og í hinum tveimur myndunum. Þar ræðst “góði” vandaríkjamaðurinn gegn “illa” bandaríkjamanninum og drepur hann hrottalega.

Þetta á ekki bara við um þessar 3 myndir. Það sama er í Rambo myndunum. Þar ráðast yfirvöld í bandaríkjunum gegn “hetjunni” sem er að koma heim úr stríðinu. Í Rambo 2 er hann skilinn eftir í víetnam við að bjarga föngum og í 3 myndinni er vinur Rambos skilinn eftir í Afganistan. Ég geti talið upp heilan helling af myndum til viðbótar en það tæki og langan tíma.

Þetta landslag sjáum við ekki lengur. Núna eru bandaríkjamenn ekki lengur óvinurinn. Hvorki Stjórnvöld né hermennirnir. Núna sjáum við Forest Gump hétju. Einhvern sem hleypur inní brennandi skó og bjargar hersveitinni sinni með þá alla særða á öxlum sér.

Hver stórmyndin á fætur öðrum koma á markað sem lofa bandaríkin. Og allar eiga þær það sameiginlegt að ef bandaríkjamaður drepst, þá drepst hann hetjudauða og allri syrgja hann. Þetta er ekki sama sýn og þremenningarnir sem ég nefni áðan sýndu okkur. Og tala menn nú um að það séu raunsæjar myndir.

Ég gæti talið upp endalausan lista með myndum frá ’95 til dags í dag um þessar “hetjur” sem kvikmyndaframleiðendur vestanhafs eru að dæla út. En ég held að þið þekki þær myndir, og ætla því ekki að vera eiða tíma í þær.
Helgi Pálsson