Casino (1995) Ég er sammála einni gagngrýni sem ég las á netinu að með Casino sýnist manni Scorsese hafi verið að reyna gera Goodfellas 2. Þær eru alltof líkar. Kvikmyndatakan, klippingin, ofbeldið, persónurnar, sagan um mafíósa sem ná toppinum og falla. Þrátt fyrir það er Goodfellas 2, nei ég meina Casino frábær skemmtun og góð mynd.

Fyrir þá sem vita ekki hver Martin Scorsese er. Þá er hann einn mesti leikstjóri allra tíma. Hann hefur fært okkur frábærar myndir eins og Raging Bull, Taxi Driver, The Last Temptaitions of Christ og þá fyrrnefndu Goodfellas.

Casino er byggð á sannri metsölubók skilst mér eftir Nicolas Pellegi sem skrifaði einnig bókina Wiseguy sem Goodfellas er byggð á.

Myndir fjallar um Sam “Ace” Rothstein (Robert De Niro) sem “the bigshot” í spilavítismálum í Las Vegas. Vinur hans, Nicky Santoro (Joe Pesci) skerst einnig mikið í leikinn og klúðrar mörgu fyrir Sam. Persónan Nicky Santoro er alveg eins og persóna Joe Pescis í Goodfellas. Ofbeldið og “attitude-ið” og einfaldlega persónuleikin eru bara ljósrit úr Goodfellas. Annað stórt hlutverk leikur Sharon Stone og er hún eiginkona “Ace”. Hún er hér í sínu næstbesta hlutverki að mínu mati en það besta er Catherine Tramell í Basic Instinct. Ég ætla ekki að fara lýsa söguþræðinum í smáatriðinum bæði út af því það er óþarfi og erfitt.

Lengd Casino eru þrír klukkutímar og er það hreint ótrúlegt. Því þegar ég horfði á hana fannst mér hún vera rúma tvo klukkutíma. Það sannar að skemmtanagildi hennar er mjög hátt.

Casino er alls ekki slæm kvikmynd. Ég held meira segja ef að Goodfellas væri ekki til væri hún þriggja og hálfs stjarna virði. Fyrir of mikinn skyldleika við Goodfellas verð ég að draga hálfa stjörnu af henni og fær hún þess vegna:

***/****

Kv.