Titill: The Bridge On The River Kwai
Leikstjóri: David Lean
Handrit: Pierre Boulle(Skáldsagan), Michael Wilson og Carl Foreman
Framleiðandi: Sam Spiegel
Lengd: 155 mín
Tegund myndar: Drama/Stríð
Framleiðsluár: 1957
Einkun á Imdb: 8,4(45. sæti)
Aðalhlutverk: William Holden, Alec Guinnes, Sessue Hayakawa, Jack Hawkins o.fl.

Í byrjun myndarinnar sjáum við stóran hóp Breskra herfanga marséra í fylgd Japanskra hermanna sem eru á leið með þá í fangabúðir, í þeim búðum er Shears(William Holden)sem er ásamt félaga sínum að jarða aðra fanga. Síðan er skipt yfir á Bretana þar sem Saito hershöfðingi(Sessue Hayakawa)er að kynna þeim reglur fangabúðanna og segir þeim að þeir eigi að byggja brú yfir Kwai fljótið og að allir vinni, þar á meðal yfirmennirnir, Nicholson hershöfðingi(Alec Guinnes)mótmælir þessu og er þá ekki tekin neinum vettlinga tökum. Seinna er fylgst með hvernig Shears tekur nýju samföngum sínum og baráttu á milli Saito og Nicholson.
Þessi Stórgóða mynd vann 7 óskarsverðlaun, besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari í aðalhlutverki(Alec Guinnes), besta handrit (Michael Wilson og Carl Foreman) og besta klipping svo eitthvað sé nefnt.
Myndinni er snilldarlega leikstýrt af David Lean, handritið er mjög gott og leikur þeirra Alec Guinnes og Sessue Hayakawa er til fyrirmyndar. Tónlistin sem vann til óskars verðlauna er góð og stendur uppúr lagið sem Bresku hermennirnir flautuðu í byrjun.
****/*****

Svo fáum við eina línu úr myndini.

Saito skammar Nicholson eftir að sá síðarnefndi vitnar í Genfar sáttmálan.

“Do not speak to me of rules. This is war! This is not a game of cricket!”
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.