Titill: Irréversible
Tagline: Le temps détruit tout - Time destructs everything
Leikstjóri: Gaspar Noé
Handrit: Gaspar Noé
Lengd: 100 mín
Tegund: Drama
Aðalhlutverk: Monica Bellucci, Vincent Cassel, Albert Dupontel og Jo Prestia

Irréversible gerist eins og Memento það er að segja aftur á bak, í byrjun(enda)myndarinnar sjáum við tvo menn, annar er alveg hoppandi vitlaus og leitar að manni sem kallast Le Tenia því hann ætlar að drepa hann, en hinn er að reyna að fá félaga sinn ofan að því.
Ég ætla ekki að fara meira í söguþráðinn hér að ótta við að skemma myndina fyrir öðrum.
Maður er skilinn eftir í lausu lofti í byrjun en þegar líður á myndina skýrist þetta allt, Gaspar Noé er hér með öfluga mynd er virkilega góð og má þar þakka helst kvikmyndatöku, klippingu og leik Albert Dupontel.
Það er synd að þessi mynd sé ekki sýnd í fleiri bíóhúsum því hún verðskuldar mikla aðsókn.

****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.