Analyze This (1999) og Analyze That (2002) Analyze This (1999)

Paul Vitti (Robert De Niro) er höfuðpaur einnar stærstu mafíufjölskyldu New York borgar. Eftir að hann verður fyrir skotáras verður hann sífellt fyrir kvíða- og óttaköstum. Hann leitar þá til sálfræðingsins Ben Sobel (Billy Crystal). Ben er heiðarlegur borgari sem vill ekkert við hann gera en neiðist til að lækna hann. Þegar Paul fær köst lætur hann ná í Ben sama hvað hann er að gera og nær í hann um nætur og í brúðkaup. Einnig er tilvonandi eiginkonu (Lisa Kudrow) Ben meinilla við þennan nýja sjúkling hans.

Robert De Niro er alveg ótrúlega góður í hlutverki mafíósans og sannar hér að jafn góður grínleikari og alvarlegri leikari. Billy Crystal er heldur ekki síðri í hlutverki sálfræðingsins. Lisa Kudrow sést ekki það mikið í myndinni og er það skömm miðað við hvað hún er brilliant grínleikona.

Harold Ramis (Groundhog Day) stendur sig með eindæmum vel og er þessi mynd hans ekki síðri en Groundhog Day.

Analyze This er stórskemmtileg grínmynd og mæli ég með að þið sjáið De Niro og Crystal í S- inu sínu.

***/****


Analyze That (2002)

Analyze That gefur forvera sínum ekkert eftir. Paul Vitti (Robert De Niro) losnar úr fangelsi með því að þykjast vera geðveikur og er sendur í varðhald hjá sálfræðingi sínum Ben Sobel (Billy Crystal). Bæði Ben og eiginkona hans (Lisa Kudrow) eru ekki ánægð með hegðun Vittis á heimili þeirra. Ben þarf svo að finna vinnu fyrir Vitti og er stórspaugilegt að sjá mafíósan að selja bíla.

Í Analyze That verður samband Bens Sobel og Paul Vitti einfaldlega raunverulegra og finnst mér það gera myndina heilsteyptari en þá fyrri. Robert De Niro og Billy Crystal fara auðvitað á kostum í hlutverki mafíósans og sálfræðingsins.

Harold Ramis nær að gera framhaldið með De Niro og Crystal ekki síðri en forverann og gerist það ekki oft. Hann leikstýrir og skrifar handritið á myndinni og gerir með eindæmum vel.

Analyze That er eins og fyrri myndinn frábær skemmtun sem enginn ætti að missa af.

***/****