Þáttaröðin “The Osbournes” mun fást á DVD frá og með 7. Apríl. Þetta verður tveggja diska pakki sem mun innihalda 1. seríuna plús aukaefni:

- Sér hljóðrás með Commentary - Commentary Track
- Ozzy þýðingar - Ozzy Translator
- Aukaefni sem var klippt úr þáttunum
- “Too Oz for TV” Blooper Reel
- Viðtöl við fjölskyldumeðlimi
- Ozzyboðorðin 10
Brot af því besta tekið saman í pakka eins og t.d.
föðurleg ráð frá Ozzy,
móðurleg ráð frá Sharon,
bestu augnablikin með Kelly, Jack og Lolu.

- Úr hvaða hund kom þessi kúkur!! - Tengdu kúkinn við hundinn tölvuleikur.

Þættirnir:

1. There Goes the Neighbourhood
Ozbourne fjölskyldan er flutt í nýtt hús í Beverly Hills. Við kynnumst ást og hatri Kellyar og Jacks á hvort öðru. Kynnumst sóðakjaftinum á Ozzy og tilraunum Sharonar til að leysa hin furðulegustu vandamál sem fjölskyldan glímir við.

2. Bark at the Moon
Gestir: Elijah Wood (The Lord Of The Rings, The Ice Storm). Hundarnir og kettirnir ganga villtir um Osbourne-heimilið, eyðileggja húsgögnin og skilja stykki sín eftir á gólfinu og út um allt. Sharon ræður til sín dýrasálfræðing til að finna lausn á vandanum.

3. For the Record
Gestir: Conan O'Brien og Puff Daddy. Osbourne gengið heimsækir “Stóra Eplið” til að Ozzy geti komið fram í spjallþáttum eins og Late Night with Conan O'Brien á NBC. Kelly fær sér tattoo á sautján ára afmælinu og Jack læsir sig inná herbergi með ókunnugri stelpu.

4. Won't You Be My Neighbour?
Osbourne fjölskyldan lendir í rimmu við nágranna sína vegna háværrar techno tónlistar sem berst frá þeim. Lögreglan er kölluð á staðinn en Ozzy er staðráðinn í að eiga síðasta orðið í þessu máli.

5. Tour of Duty
Ozzy er að hefja tónleikaferð og ræður til sín einkaþjálfara til að komast í betra form. Á meðan fara Sharon og Kelly í magnaðan og stórtækan innkaupaleiðangur.

6. Trouble in Paradise
Ozzy og Sharon snúa heim eftir tónleikaferðina og koma að Jack í partýi þar með vinum sínum. Ozzy ræðir við Jack um áfengis- og vímuefnaneyslu hans og segir syni sínum að líta á hvernig þessi efni fóru með sig sjálfan.

7. Get Stuffed
Ozzy er kominn með fótamein. Hann tekur inn of margar verkjastillandi pillur auk áfengis og fer í mjög súrrealíska göngu með einn hundinn. Seinna reynir Ozzy að stöðva heiftarlegt rifrildi á milli Jack and Kelly en það gengur illa.

8. No Vacancy
Jack býður vini sínum, Dill, sem er vel kunnugur bæði áfengi og vímuefnum, að gista á Osbourne heimilinu. Hinn óvelkomni gestur veldur ýmsum deilum í fjölskyldunni og að lokum henda Ozzy og Sharon honum út.

9. A Very Ozzy Christmas
Jólin eru komin og Osbourne fjölskyldan fagnar þeim á sinn sérstaka hátt. Jólaborðið logar í illdeilum og Kelly strunsar að lokum út. Ein af gjöfunum sem Jack fær er stór hnífur en Jack verður afar ósáttur þegar Ozzy gerir hnífinn upptækann.

10. Dinner with Ozzy
Ozzy rifjar upp æsku sína, líf og fjölskyldu á meðan hann borðar fyrir framan myndavélina. Í lok þáttarins er Ozzy viðstaddur afhjúpun á stjörnu merktri honum á Hollywood Walk of Fame. Sýnishorn eru sýnd úr fyrri þáttum.
___________________________________________________