Chicago (2002) Eins og þið eflaust vitið er Chicago myndin sem hefur hlotið flestar óskarsverðlaunatilnefningar í ár þ.e.a.s. árið 2003. Og þær eru ekki meira né minna en 13 tilefningar. Að mínu mati á hún þessar tilnefningar skilið því hún er vægast sagt frábær!

Myndin er byggð á samnefndum söngleik sem hefur gert það gott á Broadway hér um árin. Þann söngleik hef ég því miður ekki séð en get ég ekki annað ímyndað mér að hann sé mjög góður. Ég sé alla vega að söguþráður söngleiksins er mjög góður.

Rob Marshall leikstjóri myndarinn hafði sem sagt mjög góðan efnivið til að búa til frábæra mynd. Það er ekki spurning að hér er hæfileikamaður á ferð því að hann nær að gera frumraun sína þrælgóða. Leikaravalið er mjög gott og er ekki annað hægt annað en að sjá þessar stórstjörnur dansa og syngja.

Húsmóðurin Roxie Hart (Renée Zellweger) hefur stóra drauma um að verða stórstjarna á söngsviðinu. Hún er tilbúinn til að gera ALLT fyrir frægðina. Viðhaldið hennar hefur lofað henni um að koma henni á framfæri hjá umboðsmönnum sem gætu komið henni langt í stjörnuheiminum. Þegar viðhaldið segir Roxie að hann hafi verið að ljúga að henni til að getað sængað hjá henni skýtur hún hann.

Þegar hún lendir í fangelsi hittir hún enga aðra en “idol” sitt Velma Kelly (Catherine Zeta Jones) sem var þar inni fyrir að drepa systur og mann sinn þegar hún kom þeim á óvart þegar þau voru í ákveðnni “dans” stellingu. Þær eru náttúrulega ekki í góðum málum ef þeir verða dæmdar og leita báðar til lögfræðingsin sem aldrei hefur tapað máli Billy Flynn (Richard Gere).

Renée Zellweger (Jerry Maguire, Bridget Jones's Diary) sem leikur “saklausu” stúlkuna sem vill gera allt til þess að gera fræg. Hún leikur hana frábærlega og syngur mjög vel.
Catherine Zeta- Jones smellpassar í hlutverk fallegu, hættulegu og snobbuðu Velma Kelly og syngur best af þeim þremur í aðalhlutverkum.
Richard Gere sýnist mér líka kominn aftur á réttu brautina eftir að hafa leikið í ruglmyndum eins og Dr. T and the Woman. Hann nær siðblindaða lögfræðingnum (týpiska lögfræðingnum;) frábærlega og sannast líka að hann kunna að steppa og ágætlega að syngja.

Í öðrum hlutverkum eru Queen Latifah, John C. Reilly, Taye Diggs og Lucy Liu.
Queen Latifah er frábær í hlutverki fangelsistjórans sem vill láta kalla sig “Momma”. John C. Reilly er að mínu mati með bestu frammistöðuna af leikurunum í myndinni en hann leikur trygga og hálftrega eiginmann Roxie.

Ég kemst ekki hjá því að líkja þessari við áhrifavald sinn Moulin Rouge. Mér finnst þessi mikið skemmtilegri og betri. Tónlistin sem er náttúrulega meginatriðið í þessum myndin er að mínu mati miklu skemmtilegri í Chicago og einnig finnst mér “plottið” miklu skemmtilegri en í Moulin Rouge.

Ég mæli eindregið með Chicago og er hún algjört SKYLDU áhorf fyrir alla kvikmyndaráhugamenn.

Ég hvet alla til að skella sér á þess í bíó því ég held að hún er svona ekta “bíómynd”. Sem sagt allir í bíó 24. febrúar (þ.e.a.s. þegar bíóverkfallið er búið).

***1/2

Kv.
Nedrud