Senustelarinn Ray Liotta Sumir leikarar eru ekkert að eltast við að fá öll aðalhlutverk í heitustu myndunum, sá þekktasti af þeim er líklega Steve Buscemy en ekki langt á eftir honum er Ray Liotta.

Ray Liotta fæddist í Newark, New Jersey 1955. Hann lærði leiklist í skóla í Miami. Það var árið 1990, 9 árum eftir að hann lék í sinni fyrstu mynd sem hann fékk hlutverk lífs síns, í hinu ógleymanlega meistaraverki Scorsese´s, Goodfellas þar sem hann lék hinn ævilanga, týpíska “Gangster” ásamt Robert De Niro og Joe Pesci. En hann lék aðal hlutverkið í þeirri mynd.

Síðan þá hefur ekki mikið borið á honum í aðalhlutverkum en hann hefur leikið helling af aukahlutverkum með gífurlegri snilld. Hann lék eftirminnilega manninn sem heilinn var étinn úr í Hannibal, sýndi stórleik sem faðir Johnny Depp í Blow, stal algjörlega senunni að mínu mati í myndinni með Denzel Washington John Q, og gjörsamlega eignaði sér hina ömurlegu Heartbreakers með Jennifer Love Hewit og Sigurney weaver. Nýjasta verkefni hans var að talsetja Tölvuleikinn Grand Theft Auto: Vice City, og gerði það af einskærri snilld.

Næsta mynd hans verður hrillingsmyndin Identity með John Cusak en þar leikur hann nú einmitt aukahlutverk (surprise). En hún kemur í BNA í næsta mánuði.

Hér er smá um Ray Liotta:


-Hann er ættleiddur
-Hann er örvhenndur
-Hann er giftur og á eina dóttir
-Hann byrjaði ferilinn í sápuóperunni “Another World” og byrjaði með tveimum af meðleikkonum hans úr þeim þátt.
-Hann er besti vinur Steven Bauer sem lék Manny í Scarface.

Já þetta er allt of sumt, nú hef ég skrifað smá um einn af mínum uppáhalds leikurum Ray Liotta, takk fyrir.