Ég hef nú aldrei sent inn grein hérna áður en er þetta ekki eitthvað sem er alveg tilvalið fyrir okkur að dreifa?


Ástæðan sem forráðamenn kvikmyndahúsa gáfu fyrir hækkunum á miðaverði á sínum tíma var að dollarinn væri svo hár, og það var rétt, dollarinn fór upp í 112 krónur á tímabili og því var rík ástæða fyrir þessu miðaverði.
En nú stendur dollarinn í tæpum 77 krónum, hefur lækkað um 31% síðan hann var hæstur en ekkert bólar á verðlækkunum.
Sýnum vilja okkar í verki og sleppum því að fara í bíó dagana 13. - 23.febrúar, sýnum að við séum ekki sátt við þetta verð og krefjumst úrbóta.
Að sjálfsögðu fellur þetta “verkfall” niður ef miðaverð lækkar á tímabilinu.

Sendið þetta til allra sem þið þekkið fyrir 13. febrúar.
P.S. Til að þessi áskorun verði auðlesnari mæli ég með því að innihaldið sé afritað í nýtt skeyti við hverja áframsendingu, annars fyllist pósturinn bara af netföngum og > merkjum.