Ég brá mér út á videoleigu um dagin og spurðist fyrir um mynd sem ég hafði heyrt að væri góð og vel leikinn.var ég nýbúin að lesa bókina og fannst fannst hún vera alveg frábærlega góð (besta bók sem ég hef lesið)

Myndinn heitir Where eagles dare og gerist í seinni heimstyrjöldinni.Hún byrjar þannig að að gerður er út leiðangur með 3 breskum njósnurum og einum frá bandaríkjunum til að frelsa amerískan generál sem var skotin niður rétt við Arnahreiðrið.
En gallin er að það á enginn að komast upp í Arnahreiðið því það er uppi á fjalli og alveg girt af og einginn leið að komast að því.
Og þurfa þessir njósnarar að komast þarna inn og frelsa aðmírálinn.
En liggur eithvað meira undir.?
til að vita framhaldið þurfið þið annaðhvort að lesa bókina eða horfa á myndina en er það bæði hin besta skemmtun og er myndinn full af spennu, hasar, fínum leik og söguþræði sem tekur óvæntar stefnur.
Ath að myndinn er mjög flókinn.
Er þessi mynd gerð eftir bók Alisters macleans sem er einn frægasti spennusagnahöfundur 20 aldar.
Er ekki ómerkari leikarar í þessari mynd en Richard Burton og Clint Eastwood. leikstjóri er Brian G. Hutton sem ég veit ekki deili á.

Endilega leigiði þessa mynd þetta er klassíst meistarverk í anda 60 myndana.
I lower my head