Ég var að lesa greinina og svörin við góð mynd=skemmtileg mynd, og var alveg að fríka út við að lesa það. maður verður bara reiður af að lesa svona gífurlega vitleysu.því skrifa ég þessa grein til að koma hlutunum á hreint.

Fyrir alla þá sem hafe eitthvað minnst vit í kollinum þá ættu þeir að VITA að góð mynd sé það sama og skemmtileg mynd.
MARKMIÐ ALLRA MYNDA ER AÐ SKEMMTA ÁHORFENDUM EKKERT ANNAÐ!!!
Ef mynd tekst það þá er hún góð.

Einu undantekningarnar eru heimildarmyndir og þess háttar myndir þar sem markmiðið er að fræða en ekki skemmta. Þess vegna eru góðar fræðslumyndir myndir sem fræða vel en ekki þar sem kynnirinn er góður leikari.

Svo að nokkur dæmi séu tekin.
Flestu fólki finnst gaman að fylgjast með lífi sérstaks fólks sem er að lenda í hinum ýmsu hlutum(Magnolia, Tilsammans og Royal Tenenbaums) og ekki skemmir ef það er líf stórtækra undirhemastjóra sem lifa í heimi sem fæstir kynnast(Godfather, Casino og Goodfellas). Þessar myndir eru vissulega allar frábærar en það er ekki myndatökunni að þakka. Nei þær eru góðar vegna þess að flestum finnst gaman að horfa á þær.

Í hinni greininni er talað um góðar myndir eins og einvern sér flokk kvikmynda eins og dramamyndir og hryllingsmyndir. Og þið sem svoruðuð og þú sem skrifaðir hafið greinilega eitthvað mikið á móti gamanmyndum. Er fólk gelgjur með lélegan kvikmyndasmekk ef því finnst gamanmynd góð. Það er stór munur á góðri mynd og vandaðri mynd. Mynd með góðum leik/leikstjórn, tónlist, kvikmyndatöku sviðsmynd og svo framvegis er vönduð mynd ekki góð. Væri þá fyndin grínmynd jafn góð og léleg góð mynd. Nei vegna þess að fyndin grínmynd er góð.

Svo auðvitað höfða myndir mismunandi til fólks eins og sumir hafa gaman að hryllingsmyndum, sumir af hasarmyndum, sumir af dramamyndum og svona mætti lengi telja.

Spurningin góð mynd=skemmtileg mynd er því sönn þar sem mynd er góð ef að henni tekst upp það sem stefnt var að. Ergo fyndin gamanmynd=góð gamanmynd, hryllileg hryllingsmynd=góð hryllingsmynd og svo framvegis

Þegar fólk sest fyrir imbann þá er þad til að skemmta sér ef myndinni tekst ekki að skemmta fólki þá er hún léleg eða höfðar ekki til fólksins. það er enginn með lélegan eða vitlausan smekk.