Hérna er stutt grein um alla staðlana og muninn á þeim

Það eru til 5 staðlar, DVD-R/RW, DVD+R/RW og DVD-RAM, aðalmunurinn er sá að það eru mismunandi fyrirtæki bakvið hvern staðal, og eitthvað munar lika í geymslugetu, en dvd-+r staðlarnir eru Writeonce-read many, semsagt eins og CD-r sem þú getur skrifað einu sinni, en dvd-+RW eru endurskrifanlegir, svo er DVD-RAM sem er í raun nánast ónóthæfur og dauður staðal fyrir allmenning, þar sem hann notar caddy, sem er spes hulstur utanum diskinn sem ekki er hægt að taka af og þarf því spes drif fyrir hann, aftur á móti er dvd-ram með eitthvað betri vörn fyrir göllum og af sjálfsögðu eru diskarnir ekki í mikilli hættu að rispast,

En fyrirtækin sem standa bakvið DVD+R/RW eru meðal annars Philips, Sony, Hewlett-Packard,
En aðalfyrirtækið bakvið DVD-R er Pioneer, samsung, toshiba og fleiri.
IBM er aðalfyrirtækið bakvið DVD-RAM

En svo er lika annað og það er hvaða diskar virka í venjulegum dvd spilurum? Það er mjög misjafnt en dvd-r er talin virka í langflestum spilurum, en dvd+r er ekki langt á eftir.
Hvort að diskarnir virki eða ekki fer alveg rosalega mikið eftir gæði diskana svo ég mæli ekki með að kaupa noname diska, þótt svo að þeir séu nokkrum hundruð kr ódýrari.

En ef þú villt vera safe, þá mæli ég með að þú kaupir Sony DRU500AX dvdskrifaran sem er eini skrifarinn sem skrifar alla staðla! þ.e DVD-R/RW og DVD+RW, en ekki dvd-ram, þar sem þarf spes tegund af drifi. Þessi skrifari byður upp á 4x hraða skrifun á bæði DVD-R og DVD+R/RW sem þyðir að það tekur rúmlega 20 mín að skrifa fullan 4.7GB disk.
Athugið að 4X talan ekki samsvarar hraða á venjulegum CD diskum.

Vonandi hafði þið aðeins betri skilning á þessu núna.