Ágæti lesandi

Ég lennti í rökræðum um hvort skemmtileg mynd væri það sama og góð mynd.
Kveikjan var það að félaga mínum finnst mynd sem er skemmtileg, þ.e. hægt að hlægja að, vera góð mynd. Ergo hún skemmtir honum sem er markmiðið hjá flestum bíómyndum, og þá er hann sáttur.

Ég hinsvegar var ekki á sama máli. Mér finnst vera munur á skemmtilegri mynd og góðri mynd.

Skemmtileg mynd: er mynd sem hægt er að brosa að eða vera spenntur yfir, t.d. grínmyndir í ætt við American Pie og svoleiðis skíta drasl, sem ekki er hægt að taka alvarlega.

Góð mynd: er mynd sem kveikir í manni, hún gefur manni pælingu og skilur eitthvað eftir. Myndin gefur eitthvað af sér en er ekki tuggin ofan í mann, eins og fjölda framleidda unglingagrín draslið. Nærtækust dæmin eru t.d. The Royal Tenembaums og Forrest Gump. The Royal Tenembaums var t.d. frábær! Hún beitti hárfínni kaldhæðni og svörtum húmor að mikilli snilld og skildi eitthvað eftir. Ég keypti mér hana að sjálfsögðu á DVD og er búinn að horfa á hana nokkru sinnum síðan og það er næstum endalaust hægt að finna hversu nákvæmt handritið er og húmorinn er djúpur.

Góð mynd er hinsvegar ekki alltaf skemmtileg. Það eru til flóknar ádeilur sem maður horfir á frekar af skildurækni frekar en af skemmtun. Mér finnst samt “góðar” myndir yfirleitt skemmtilegar. Margar “skemmtilegar” myndir eru => skemmtilegar ekki góðar.

Ef ég hef rétt fyrir mér eru þá allir sem fíla unglingamyndir í botn, og segja þær bestu myndir sem þeir hafa séð, gelgjur? með slæman smekk? eða of einfaldan smekk?

Málið er sem sagt: Er skemmtileg mynd = góð mynd??

kveðja…..