Nú var ég að ljúka við að fletta í gegnum Myndbönd Mánaðarins blaðið, ekki neitt merkilegt við það nema ég rekst þar á þrjár myndir sem stungu mig í augun.
Í fyrsta lagi var það Ring/Ringu (1998) svo Dagon (2001) og síðast en ekki síst Battle Royale (2000).
Það er bara ein útskýring á því að allt í einu koma þrjár hryllingsmyndir út hér í einum mánuði, og jú það er endurgerðin á Ring. Mér þykir þetta heldur skammarlegt að koma með þessar myndir loksins núna bara af því að The Ring mun seljast. Þessar myndir hefðu átt að koma út fyrir löngu, Ring og Battle Royale árið 2000 svo Dagon árið 2001 en það var ekki gert.
Ég hef ekkert á móti því að kynntar séu nýjar hryllingsmyndir fyrir Íslendingum en þá á líka að gefa þær út hér eins og hverja aðra mynd, ekki bíða þangað til að búið er að gulltryggja að peningar fást úr sölu á endurgerðinni.
Getur verið að það sé bara ég sem er svona hrikalega á móti því að allt litið sé á kvikmyndir sem söluvöru og þá ekkert nema söluvöru? Ekki það að ég átti mig ekki á því að auðvitað eru kvikmyndir söluvara en þær eru líka list sem á að virða og mér finnst þetta persónulega vera vanvirðing gagnhvart hryllingsmyndageiranum. Ég vill að hryllingsmyndir komi út eins og hver önnur mynd(þá er ég ekki að tala um budget hryllingsmyndirnar sbr. Ghost Ship, The Others heldur líka venjulegu myndanna sem eru yfirleitt miklu betri). Hvar eru Argento, Fulci, Romero myndirnar?
Þetta á að koma jafn óðum, ekki þegar einhver þeirra er endurgerð…

Azmodan.