Ritskoðun á Die Hard 3 Ég hef séð “Die Hard with a vengeance” MJÖG oft á spólu(upptöku af Stöð 2) og ákvað um daginn að kaupa mér hana á DVD. Ég keypti mér Special Edition útgáfuna af Amazaon.co.uk, allt í góðu með það, nema hvað að þegar ég horfði á hana, þá sá ég að það er búið að breyta þónokkrum atriðum og klippa úr myndinni.

Athugið að þetta er örugglega ekki allt, heldur bara það sem ég tók eftir(man hvert einasta orð eftir að hafa séð hana svo oft :Þ) og tékkaði síðan hvort var rétt með því að kíkjá á upptökuna.


————————————— ———
McClane: “So where's the backup gonna be?”
Cobb: “We're gonna draw back to 128th street.”
McClane: “What? Ten blocks? Are you fucking kidding me?”

Þarna segir hann “really” í staðinn fyrir “fucking”.

—————
McClane: “Bob Simon was a bankrupt business man that kidnapped his partners' daughter. He's a fuck-up, not a psycho. The guy we're looking for is nuts.”

Þarna var “fuck-up” breytt í “frunkie”.

—————
McClane: “How much time?”
Carver: “Twenty-seven minutes.”
McClane: “Ha! 72nd and Broadway to Central Park South in three minutes! That's gotta be a fucking record.”

Þarna var “fucking” bara tekið út.(Það sást ekki framan í McClane á meðan hann sagði seinustu setninguna.)

—————
Síðan var klippt út c.a. 1 sekúnda þegar John McCLane er í lyftunni með nokkrum þýskum gaurum sem þykjast vera lögreglumenn/verðir. Það voru klipptir út nokkrir rammar af mynd þar sem andlitið á John McClane sést þegar hann skýtur seinasta gaurinn í lyftunni í hausinn og blóðið úr honum sést slettast á vegginn bak við McClane(blóðið sést samt ekki koma úr gaurnum, s.s. ekkert ógeðslegt).

Þetta mér finnst mér ömurlegt að hafa verið klippt út.

—————
McClane: “You know how to hot-wire this thing?”
Carver: “Of course I can. I'm an electrician. Only problem is… takes too fuckin' long.”

Þarna var “fuckin'” breytt í “frigging”.(Þess má geta að þarna stóð meira að segja “fuckin'” í textanum.

—————
Þegar þeir eru á svarta Benzinum að elta ruslabílana, og eru að fara stökkva af brúnni, þá er búið að klippa út skotið innan úr bílnum rétt á undan stökkinu og þar sem maður sér framan á bílinn einmitt þegar bílinn brýtur handriðið á brúnni.Þannig að maður sér bara skotið sem kemur á eftir því, þar sem maður sér bílinn frá hlið, á niðurleið.

Það er alveg fáránlegt að þeir skuli hafa klippt þetta út!

—————
Þegar McClane fer útúr trukknum sem hann er að keyra gegnum vatnsleiðsluna og skýtur gaurana í gegnum hurðina sem eru í trukknum fyrir framan, þá sýndist mér skotið þar sem maður sér gaurana hristast við byssuskotin hafa verið stytt um svona 1 sekúndu(helming). Ég er samt ekki alveg viss.

———————————————- –


Þar hafiði það. Að þetta skuli vera gert er bara skömm! Það er ekkert gaman að eiga eintak af einni af uppáhaldsmyndum sínum sem hefur verið breytt af einhverjum breta og búið að gera myndina verri en leikstjórinn hafði ætlað sér. Það liggur við að maður fari að hlæja þegar maður heyrir McClane nota “frunkie” í staðinn fyrir “fuck-up” eða Carver nota “friggin” en ekki “fucking”.

Ég á líka Die Hard 1 & 2 á DVD, en hafði ekki séð þær eins oft á video áður en ég keypti þær, svo að ég er örugglega með SKEMMDA útgáfu af þeim líka.

Mig langar ekki að þurfa að fara kaupa R1 diska til að fá myndir í upprunalegu formi!
___________