Rúrik Haraldsson 1926-2003 Rúrik Haraldsson leikari er látinn 77 ára að aldri. Að honum gengnum hafa Íslendingar misst einn sinn merkasta leikara. Rúrik hafði ekki aðeins til að bera næmt innsæi og leiftrandi skopskyn sem gerðu honum kleift að takast á við fjölþætt hlutverk af margvíslegum toga, heldur bjó hann yfir algerlega einstakri rödd sem gerði sérhvert orð að sjálfsögðum sannleik.

Rúrik fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926 og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1945. Hann stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950.

Rúrik kom fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda, oftast í minni rullum. Sérlega eftirminnilegur var hann í sjónvarpsmyndinni Steinbarn (1990) eftir Egil Eðvarðsson þar sem hann lék sérlundaðan og einrænan vitavörð.

Rúrik fékk m.a. menningarverðlaun Þjóðleikhússins 1960 og 1968 og listamannalaun Menningarsjóðs 1960. Þá hlaut hann Silfurlampann, verðlaun Félags íslenskra leikdómara, fyrir aðalhlutverkið í leikritinu Gjaldið eftir Arthur Miller árið 1970. Hann fékk heiðurslaun listamanna, skv. ákvörðun Alþingis, frá árinu 2001.

Rúrik kvæntist Önnu Sæbjörnsdóttur hönnuði, sem lést sumarið 1998. Þau láta eftir sig þrjú uppkomin börn: Björn ljósmyndara og flugmann, Harald Stein flugumferðarstjóra og Ragnhildi leikkonu. Barnabörn Rúriks og Önnu eru nú sjö.

Björn Rúriksson,
f. 11. nóvember 1950.

Nám að loknu stúdentsprófi:Cand. oecon. frá Háskóla Íslands 1980; nám í jarðfræði við Háskóla Íslands 1978-81; einkaflugmannsréttindi 1976, atvinnu- og blindflugsréttindi 1987.
Störf:Ferðamálafrömuður frá 1978; fyrirlesari um íslenska náttúru, samfélag og jarðfræði við 60 háskóla og stofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Hefur haldið 16 ljósmynda- og myndlistasýningar; sjónvarpsþáttagerð fyrir Ríkisútvarpið 1983; flugrekstur í Reykjavík 1986-93; stjórnandi bókaútgáfunnar Jarðsýnar á Seltjarnarnesi frá 1986; meðeigandi og stjórnarmaður í ýmsum fyrirtækjum frá 1992.
Maki:Guðfinna Aðalheiður Karlsdóttir, húsmóðir, f. 1958.
Börn:Rúrik Karl f. 1987; Birkir Örn f. 1994.

Haraldur Steinn Rúriksson
f. 25. Mars 1959.

Störf:Haraldur er varðstjóri hjá Flugfélagi íslands og íþróttamaður í félaginu Gerplu
Maki:Susan Palfreeman, f. 1963
Börn:Anna Krista f. 1996, Viktoría Sif f. 1998, Helen Ósk f. 1999


Ragnhildur Rúriksdóttir
f.12. Febrúar 1964.

Störf:Raghildur er leikkona og var með föður sínum í FSÍ.
vegna mistaka fundust hvorki maki né börn Ragnhildar því hún flutti til Bandaríkjunum