Ég kíkti á forsýningu á The Ring í gær og ætla því að bera Japönsku og Bandarísku útgáfuna saman. Allir Spoilerar verða neðst í greininni og vel merktir þannig að þeir sem ekki hafa séð myndirnar þurfa ekki að hafa áhyggjur.

Titill:Ringu
Leikstjóri:Hideo Nakata
Handrit:Kôji Suzuki(Skáldsagan) og Hiroshi Takahashi
Tegund:Hryllingsmynd
Land:Japan
Framleiðsl uár:1998
Lengd:91 Mín
Aðalhlutverk:Nanako Matsushima, Miki Nakatani, Hiroyuki Sanada og Rikiya Otaka

Sagan er um Reiko Asakawa sem er fréttakona og einstæð móðir, hún kemst á snoðir um myndband sem gerir það að verkum að þegar maður hefur horft á það hringir síminn og akkúrat einni viku eftir á deyr maður.
Í rannsókn sinni á þessu horfir Reiko á myndbandið og fer þá ýmislegt að gerast.
Þetta er nánast fullkomin hryllingsmynd þrátt fyrir takmörkuð fjárráð, Leikstjórinn Hideo Nakata stjórnar hér eins og herforingi, Leikararnir standa sig allir vel og helst þá Nanako Matsushima sem leikur Reiko, einnig má benda á myndatökuna sem er mjög góð en tæknibrellurnar eru líka mjög góðar miðað við það að lítill peningur sé í þessu. Eini veikleiki myndarinnar er sá að hún er soldið langdregin en það kemur ekki að mikilli sök.

****1/2 af *****

Titill:The Ring
Leikstjóri:Gore Verbinski
Handrit:Kôji Suzuki(Skáldsagan) og Ehren Kruger
Tegund:Hryllingsmynd
Land:Bandaríkin
Framleið sluár:2002
Lengd:115 Mín
Aðalhlutverk:Naomi Watts, Martin Henderson, David Dorfman og Brian Cox

Söguþráðurinn í þessari er í stórum dráttum sá sami en hér hefur samt ýmsu verið breytt þannig að ekki get ég sagt meira um söguþráðinn.
Naomi Watts leikur hér sama hlutverk og Nanako Matsushima í Japönsku útgáfunni og heitir Rachel og á soninn Aidan(David Dorfman).
Gore Verbinski tókst vel upp í endurgerðinni og á hann hrós skilið, þessi útgáfa er fljótari að gerast og er gert soldið meira út á hrökkvi atriði og virkuðu þau nú allflest, það er líka blandað smávegis “comic relief” í fléttuna og því sem er skylda fyrir endurgerðir; Betri tæknibrellur.
Hér fá ýmsir Karakterar meira pláss og má þar nefna Aidan sem er sonur Rachel og er hann Snilldarlega leikinn af David Dorfman.
Þrátt fyrir fægari leikara, betri brellur og meira af peningum þá hefur endurgerðin aðeins tærnar þar sem orginalinn hefur hælana.

***1/2 af *****

ÞESSI HLUTI ER AÐEINS FYRIR ÞÁ SEM HAFA SÉÐ MYNDIRNAR EÐA VILJA ENDILEGA LÁTA EYÐILEGGJA FYRIR SÉR!



**********************SPOILER ALERT********************************
**************** ******SPOILER ALERT********************************
**************** ******SPOILER ALERT********************************
**************** ******SPOILER ALERT********************************

Í Japönsku myndinni þegar síminn hringdi þá heyrðist ekkert nema sama hljóðið og var í myndbandinu sem var virkilega skerí.

Í Bandarísku útgáfunni þegar að síminn hringdi heyrðist hinsvega einhver hvísla orðin “Seven days” sem var ekki jafn ógnvekjandi.

Í Japönsku myndinni sást Sadako mjög lítið.

Í Bandarísku útgáfunni fékk Samara(Sadako)of mikinn tíma á skjánum og skemmdi líka fyrir því að hún var látin tala aðeins of mikið.

Í Blá endann á Japönsku myndinni þegar að endirinn á myndbandinu spilaðist og Sadako lappaði mjög hægt og endaði á því að skríða út úr Sjónvarpinu(Sem er virkilega hryllilegt atriði)reisir sig upp og þá sér maður ekki framan í hana út af því að hárið er fyrir, eina sem maður sér er annað augað á henni.

Í Bandarísku útgáfunni þegar að Samara(Sadako)Skríður út úr sjónvarpinu(Ég hef aldrei heyrt jafn mikil öskur í í einum bíósal áður:Þ ) þá sér maður hana ekki labba jafn óhugnanlega og svo sér maður framan í hana sem er ekki nógu gott því maður er alltaf hræddari við það sem að maður sér ekki jafnvel heldur en það sem maður sér almennilega.

**********************Spoiler Búinn*******************************
***************** *****Spoiler Búinn*******************************
***************** *****Spoiler Búinn*******************************
***************** *****Spoiler Búinn*******************************
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.