ÉG var einn af þeim fyrstu hér á landi sem keypti mér DVD spilara (þ.e. ekki í tölvu ) fyrsti spilarinn minn var drasl dauðans eins og flestir spilarar sem voru til þá undir 60þús en hann virkaði vel og ég gat keypt mér myndir og spilað. ÉG reyndar keypti mér alltaf myndir í 2001 og svo seinna meira var einkvað komið í BT. Þetta þótti mér nú í lagi þá vegna þess að það átti enginn spilara, ég gat ekki ætlast til þess að ég og einhverir 100 aðrir gætum verslað allar topp myndirnar allstaðar.

Í dag er DVD-spilara eign á íslandi eins sú hæsta sem um getur gott dæmi er að Lord of the rings Special edition seldist í 10.000 eintökum. Það sýnir nú bara hversu mikil eignin er að einhver útgáfa seljist í þetta miklu ég meina geisladiskar seljast í 15.000 eintökum þannig að DVD er farið að slaga upp í þá sölu.

Samt sem áður þá er DVD útgáfa á íslandi eins sú metnaðarlausasta sem um getur. Það er happa glappa hvort það er texti á myndum , persónulega er mér alveg nákvæmlega sama en það er lágmark að leggja meiri vinnu í þetta en að flytja bara diska inn og líma límmiða á þá. Hvað koma þá þessi vinnubrögð? það er mjög einfalt þetta hafa þessi fyrirtæki með skífuna fremst í flokki komist upp með áður en ekki núna, hér á huga til dæmis er nú bara grein um það hvað það er nú frábært og mergjað að panta á netinu. Og það besta er að til þess að íslenskur texti skili sér þar bara að senda textaskrá sem sett er með á diskinn, þetta er í raun minna mál en vhs. Svo er það annað ok það er ekki stór markaður til staðar en hvað varð um að reyna að skapa sér markað. Foreldrar mínir eru með gamla DVD spilarann minn en þau segjast ekki nenna að nota hann því það koma engar myndir út og hvað þá með texta. Ef svo það er loksins texti þá er aukaefnið ótextað.

Annað dæmi ég keypti mynd í sumar helvíti fína mynd, þar sem er töluð bæði enska og þýska ( það er talað um það bil 50% af hvoru ) þegar ég var einkvað spældur yfir því að ekki væri texti á þýskunni en alltaf á enskunni og sagðist vilja skipta þessu þá vildu skífu fjandarnir ekki viðurkenna að þetta væri galli, að þetta ætti að vera svona ?

Ég get vel fyrirgefið það að hafa ekki texta ef myndin er þá ódýrari þú ert að borga fyrir vinnuna, en það er óafsakanlegt að þessi fyrirtæki sem kaupa diskana á margfalt betra verði en bestu verð sem við getum fundið á netinu geti selji síðan diskana á hátt í 4000, ég er ekki til í að greiða 3000 fyrir límiðan. Það er líka greinamunur á litlum fyrirtækjum eins og Bergvík og svo fyrirtækjum eins og Sam-myndbönd eða Skífan.

Eitt annað, veit ekki hvort einhver hefur pælt í þessu en DVD diskar eru ódýrari í framleiðslu en VHS spólur, mynd sem er ekki með texta eða neinu aukaefni er að ástæðulausu dýrari:

OK, þetta sem ég er búinn að segja um erlendu myndirnar gæti allt verið útgefendunum úti að kenna! en Hvað með íslenskar myndir, Nú er komið út íslenski draumurinn, með allt á hreinu, Englar alheimsins og Sódóma ( auk þess er líka kiðlingarnir, Sálin og Jón Gnarr með DVD ) En ok tökum sódóma sú DVD útgáfa er eins sú alversta sem ég hef séð og það er svo augljóst dæmi um metnaðarleysi að þetta hafi fengið að fara úr húsi, Myndin er skökk í rammanum, gæðin eru líkt og einhver hafi still myndavél fyrir framan sjónvarpið og hljóðið sökkar. Þetta er bara ein mynd en mér er andskotans sama að svona stórt fyrirtæki láti svona efni frá sér fara er óafsakanlegt.

ÉG ákvað það hérna fyrir nokkru að ég skyldi kaupa 10 fyrstu íslensku DVD diskana sem koma út til þess að hvetja þessa útgáfu. ÉG á Íslenska drauminn, Með allt á hreinu, Engla Alheimsins, Jón Gnarr og ætla að kaupa Sálina ( hef ekki haft fjárráð í það enn ) Sódóma fer ekki á þennan lista fyrr en gæðin hafa verið löguð, það skrifast algjörlega á útgefendur og ég mun fækka myndunum í 9 fyrstu. ÉG varla get þolað sálina en ætla samt að kaupa hana til að styrkja þessa útgáfu, Jón Gnarr á ég á VHS og er löngu hættu að horfa á en keypti samt af sömu ástæðu.

Fanndal