5 bestu myndir Alltaf er jafn gaman að tala um hvaða kvikmyndir eru þær bestu. Ég reyndi að telja upp hvaða 5 myndir mér þætti bestar og rökstuddi ég stuttlega. Endilega segjð hvaða fimm myndir ykkur finnst bestar (mega alveg vera fleiri). En hér koma þær 5 bestu myndir sem höfða mest til mín:

Lord of the Rings: Fellowship of the Ring (2001):

Þetta er myndin sem gerir, gerði og mun gera allt vitlaust. Að mínu mati besta bókmenntarverk allra ´tíma var gert að besta kvikmyndarverki allra tíma. Hugarheimur Tolkiens var ótrulega vel útfærður á hvíta tjaldið. Þetta er MYNDIN.

***Ég er að fara sjá Two Towers í annað skipti á morgun. Mér finnst ég ófær að segja að hún sé ein af 5 bestu myndum allra tíma, einugis út af því að ég þarf að skoða hana betur.***


Fight Club (1999):

Þetta er eina myndin sem ég hef séð sem ég tel jafnoka Fellowship of the Ring. Þessi mynd inniheldur einfaldlega allt. Hún er mjög áhrifamikil, spennandi, frábærlega leikin og svo inniheldur hún líka mjög góða heimspeki og heldur ekki skemmur plottið fyrir. Mér finnst vera betri í hvert skiptið. Þessi mynd er einfaldlega algjör snilld.

Memento (2001):

Þessi mynd er ótrulega góð. Þessi sérkennilegi frásagnarstíll og klipping hitta beint í mark. Plottið er alveg
ótrúlega gott og sýnir það snilli Christopher´s Nolans´.


Braveheart (1994):


Áhrifamikil ævisaga þjóðhetju Skota, William Wallace. Hún inniheldur mögnuð stríðsatriði sem svipa til LOTR: Two Towers. Það er einfaldlega af því í báðum myndunum er barist með sverðum og boga. En þessi mynd segir sögu eins merkasta Breta allra tíma frábærlega.

The Godfather (1972):


Sígilda meistaraverk Coppola´s á náttúrulega heima á þessum lista. Sagan um Corleone mafíufjölskylduna er alltaf jafn áhrifamikil og spennandi. Kannski er hún talin besta mafíumyndin einfaldlega af því hún er raunverulegust. Þessi sígildamynd á alla vega heima á listanum mínum.

Þetta eru allt tiltölulega nýjar myndir en samt hef séð margar gamlar. Samt finnst mér allar þessar klassísku góðar og varð ég fyrir með nokkrar. Til dæmis:

2001: A Space Oddysey
One flew over the Cucoo´s Nest
Deer Hunter
Apolocalypse Now

En auðvitað eru til gamlar myndir sem eru alveg við að komast í þennan fimm mynda hóp. Til dæmis:

Vertigo og
Psycho.

Endilega segið ykkar álit og látið mig vita ef þið svarið mér.:)