“24” er með því það besta sem hefur komið út fyrir sjónvarp. Spenna í hverjum þætti og síðan gat maður ekki beðið eftir næsta þætti. Eftir að fyrsta serían lauk síðastliðið sumar þá var ég ólmur í að nálgast þessa þætti á DVD. Síðan sá ég að þættirnir ættu að koma á DVD seint í ágúst í fyrra, en síðan var settið endurkallað vegna þess að fólkið var óánægt að fá ekki þá útgáfu sem þau sáu í Evrópu, útgáfan sem kom var tekin af bandaríska masterinum og því vantaði eitthvað í þættina. En settið kom aftur með týndu atriðunum síðar um haustið. Ég sem var svo viss að settið mundi koma til Íslands en svo sást það ekki í Skífunni eða BT. En ég var svo heppinn að fara til Skotlands og keypti helling af DVD og ég varð blankur þegar ég kom heim.
Ég horfði á alla þættina milli jól og nýárs til að peppa mig upp fyrir seríu tvö sem Stöð 2 ætti að sýna seint í janúar.

DVD settið inniheldur:
Alla 24 þættina á 6 diskum með 4 þáttum á hvern disk,
breiðtjaldsformið 1.78:1 og er hún endurkóðuð fyrir breiðtjaldssjónvörp,
ensk 2.0 Surround hljóðrás,
enskur teksti fyrir heyrnardaufa,
ónotaður endir
og sýnishorn úr seríu 2.

Þættirnir:
Við fylgjumst með Jack Bauer (Kiefer Sutherland), sem er alríkisfulltrúi fyrir CTU (Counter-Terrorist Unit), í heilan sólarhring þar sem hann þarf að finna þá sem ætla að drepa forsetaframbjóðanda og þá sem rændu dóttur sína. Þessir þættir eru sýndir í rauntíma, en þar sem við höfum engar auglýsingar eru þættirnir ca. 40-45 mín. og öll serían 18 klukkustímar, sem þýðir að hver þáttur er einn klukkutímar í lífi þessara persóna. Þessir þættir eru hraðir og spennandi, þeir nota “split screen” aðferð sem var fyrst notuð í kvikmyndinni The Thomas Crown Affair með Steve McQueen en þar sem þættirnir voru gerð fyrir sjónvarp þá haldast þessir kassar innan sjónvarpsramman (4:3). Þetta eru mjög góðir þættir og til sönnunar fékk Kiefer Sutherland Golden Globe verðlaunin fyrir bestan leik í dramaþáttum.
Stjörnugjöf: ***1/2 af fjórum.

Myndin:
Myndgæðin eru mjög góð, þar sem þetta er nýtt efni, en það er kannski eitthvað smávægileg vandamál sem fer framhjá flestum.
Stjörnugjöf: *** af fjórum.

Hljóðið:
Stereo Surround hljóðið er gott, bakhátalarnir fá lítið að gera nema kannski eitthver umhverfishljóð. Skiptingin milli hátalara eru mjög góð. Þessi hljóðrás skilar sínu, svo ég segi bara “pump up the volume”.
Stjörnugjöf: *** af fjórum.

Aukaefnið:
Mjög lítið er að finna hér því Fox menn vildu koma seríunni sem fyrst á DVD til að kynna fólkið fyrir þáttunum svo það hefði áhuga á seríu 2. En næsta sería verður án efa stútfull af aukaefni því allt aukaefni verðu því tekið samfara tökum á seríu 2.
Ónotaður endir er að finna hér og þeir völdu betri endinn fyrir þáttinn, gaman að sjá þetta samt þótt að þetta sé slæmur endir. Þeir tóku 2 eða fleiri enda til að forðast að það kæmist út hver útkoman væri. Alls ekki horfa á ónotaða endinn fyrr en þú ert búin/n að sjá alla þættina.
Sýnishorn úr seríu 2 sýnir ekki neitt úr seríu 2, þar stendur Kiefer Sutherland og segir í meginatriðum söguna í seríu 1 og segir síðan að þeir lofa meiri spennu og allt meira og betra. Þetta segir manni ekki neitt, en maður veit að sería 2 heldur bara áfram, næsti dagur í lífi Jack Bauer.
Stjörnugjöf: *1/2 af fjórum.

Í heildina: ***1/2 af fjórum.

Ég mæli með þessum þáttum og ef þið viljið nálgast þessa þætti þá mæli ég með því að fara í 2001 á Hverfisgötu og kaupa settið. Nú eða leiga þættina í Laugarásvídeó á Dalbraut. Þar sem þetta er heil sería, þá gæti verðið hrætt marga. En þetta er sanngjarnt verð, 7 þús., 300 kall á hvern þátt(eitthvað svoleiðis), því ef þetta mundi koma út í Skífunni þá mundi það verða jafndýrt og X-Files, eða 10 þús.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.