Kvikmyndin Batman gjörbreytti kvikmyndaheiminum og kom með fram á sjónarsviðið nýja gerð kvikmynda. Myndin naut mikilla vinsælda og komu út þrjár framhaldsmyndir um svartklædda ofurmennið.
Myndin er af flestum talin besta Batman myndin og er ég sammála því.
Með hlutvek Batmans fer Micheal Keaton og finnst mér hann standa sig alveg ágætlega. Í hlutverki Jókersins er snillingurinn Jack Nicholson og eins og flest annað leysir hann þetta verkefni vel af hendi. Kim Basinger fer svo með hlutverk Vicki Vale ljósmyndara sem Bruce Wayne (Batman) verður hrifinn af.
Myndin fjallar um Bruce Wayne (Micheal Keaton) sem á unga aldri missir foreldra sína. Maður að nafni Alfreð tekur hann að sér og elur hann upp. Bruce ákveður svo að vernda borgina gegn glæpamönnum sem Batman.
Glæpa maðurinn Jack Napier (Jack Nicholson) er gabbaður til þess að brjótast inn í efnaveksmiðju, þar sem hann dettur ofan í einhverja sýru sem breytir honum í Jókerinn.
Hann fer svo að blanda þessari sýru út í ilmvötn og fleiri afurðir og það er í Batmans verkahring að stöðva hann. Hann kemst svo að því að það var sem drap foreldra hans. Batman er úrvals mynd og ég mæli með henni fyrir alla kvikmynda áhugamenn. Ég gef myndinni 2 ½ stjörnu af 4 mögulegum.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World