Nú er ég búinn að komast að því að það eru margir sem eru alls ekki ánægðir með MI2. Ég er hins vegar alveg fullkomlega sáttur við þessa mynd. Okey, hasaratriðin, dúfurnar og grímurnar voru kannski “aðeins” ýkt, en er það ekki til dæmis þannig í öllum hasarmyndum?
T.d. Commander með Arnold Sw. þegar hann var á móti nokkur hundruð þúsund köllum, það er ýkt ok?. En þessi mynd er ekki ýkt nema með grímurnar, það var of langt gengið fannst mér, en myndin sjálf er ekki slæm, það er mín skoðun, ég virði það að sumir hafa engan bíómyndasmekk.
Svo eftir að hafa skoðað margar umfjallanir með M:I-2 þá komst ég að einu: Ykkur finnst M:I-2 annaðhvort brilliant mikil snilld, eða ógeðslega ýkt leiðindaklisja.