Josie and the Pussycats (2001)  Ojjjjj! Ég verð að drífa mig að skrifa þessa grein áður en þessi mynd hverfur algjörlega úr minni mínu, því hún skilur ekkert eftir sig.



Ég sá Josie and the Pussycats núna um daginn, rétt fyrir jól ef ég man rétt, þegar Stöð tvö sýndi hana. Ég ákvað að sjá hana svona uppá grínið, hafði ekki hugmynd um útá hvað hún snérist, en vissi að í henni væri hin gullfallega leikkona Tara Reid. Ég settist því fyrir framan sjónvarpið, vongóður um ágæta afþreyingu. Mikið rosalega varð ég fyrir miklum vonbrigðum.

Myndin snýst í aðalatriðum um hljómsveit sem þrjár stelpur eru í, þeirra meik, og hvað poppbransinn er illur og hvað allt snýst um að græða sem mestan pening. Mikið vona ég rosalega mikið að það sé ekki til mikið af jafn heilalausum unglingum og voru í þessari mynd sem stýrast algjörlega af poppgoðunum sínum. Grunnhugmyndin af myndinni er samt ágæt, en hún er hræðilega útfærð. Myndin á að gera grín að markaðshyggju nútímans en er í staðinn ein stór auglýsing (það hljóta allir að hafa tekið eftir öllum auglýsingunum sem voru í bakgrunni í nánast öllum atriðum). Þetta á kannski að vera brandari, en hann er þá lélegur, eins og allir aðrir brandarar í myndinni. Ég man eftir því að hafa hlegið einu sinni, og það var í byrjun þegar boybandið kemur, mér fannst nokkuð skondið að sjá Seth Green þarna :)

Það eru nokkur atriði sem hefðu getað hækkað þessa mynd upp, t.d. grunnhugmyndin, en hún mínusast út vegna útfærslu. Leikurinn er náttla bara fáránlegur, sumar persónur eru nokkuð eðlilegar (t.d. kærasti Josie) meðan að aðrar eru svo ýktar að það nær ekki nokkurri átt. Það er eins og leikstjóranir hafa ekki getað ákveðið sig hvort myndin ætti að vera alvarleg eða fáránlegur skrípaleikur! Tara Reid hefði verið stór plús, ef persónan hennar hefði ekki verið fæðingar hálfviti! Hvílík þjáning að sjá hana í þessu hlutverki (ekki það að hún sé einhver uber leikkona, en þetta var einum of!). Það var örugglega eitthvað meir við þessa mynd sem hefði getað verið ágætt en ég hef gleymt því öllu þar sem heilinn á mér er að keppast við að eyða henni úr minninu.

Stjörnugjöf, hálf fyrir viðleitnina…

Þetta er sennilega versta mynd sem ég hef séð á eftir Base Moi og Freddy Got Fingered.



Leiðinlegar upplýsingar:

Leikstjórar:
Harry Elfont
Deborah Kaplan

Handritshöfundar (þeir ættu kannski að leita sér að annari vinnu):
Richard H. Goldwater (characters)
Dan DeCarlo (characters)
John L. Goldwater (characters)
Deborah Kaplan (written by)
Harry Elfont (written by)


Svona helstu leikarar:

Rachael Leigh Cook …. Josie McCoy
Tara Reid …. Melody Valentine
Rosario Dawson …. Valerie Brown
Alan Cumming …. Wyatt Frame
Parker Posey …. Fiona
Gabriel Mann …. Alan M.
Paulo Costanzo …. Alexander Cabot
Missi Pyle …. Alexandra Cabot
Tom Butler …. Agent Kelly

Að ógleymdum Seth Green og Breckin Meyer sem eru uncredited, af hverju ætli að það sé?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _