Ég var núna rétt áðan að koma af “Lord of the rings: The Two Towers” og var sáttur við þá mynd en það sem að ég var ósáttur við var bíóið sjálft Smárabíó.

Í fyrsta lagi þá hleiptu þeir ekki inn á síninguna fyrr en á slaginu hálf tólf sem olli því að mikil röð var búin að myndast fyrir framan salinn og þegar að loksins var hleipt inn þá var ruðningurinn svo mikill að fólk datt fram fyrir sig og það sem mér brá mest við var það að fólki var alveg sama! Það æddi yfir það og poppið þeirra og drykkir fóru útum allt! Hvað er að fólki ?! Smárabíó hefði getað forðast þetta með því að hleypa inn í salinn klukkan ellefu, þá hefði fólkið tínst inn í rólegheitum.

í öðrulagi þá byrjaði myndin ekki fyrr en klukkan tólf! Ástæða fyrir því er sú að fyrst komu auglýsingar frá fyrirtækjum og eftir það kom hyð bölvaða laser show sem að er orðið svo pirrandi því að bíóið er búið að vera með þetta svo lengi og lyktin af reyknum eftir þetta er viðbjóðsleg! Eftir laser showið komu trailerar sem að voru til klukkan tólf! Mér finnst að smárabíó ætti að vera með þessar auglýsingar tíu til fimmtán mínútum áður en klukkan var orðin hálf og sleppa þessu helvítis laser show og hafa trailerana eftir myndina!

En annars fannst mér stemningin góð í bíóinu og gaman að horfa á myndina.

Og að lokum, þá mega bíóhúsin vera með loftkælingu, það getur orðið helvíti heitt þarna inni.
——————————————