Ef þið fylgist vandlega með er þið horfið á kvikmyndir sjáið þið oft dulbúinn áróður. Þessi áróður er algengastur í formi kynþáttahaturs og kommúnistahræðslu.
Þegar að ég var ellefu ára að aldri fór ég erlendis, nánar tiltekið til Mallorca. Þar sá ég víst í fyrsta kipti á ævi minni “negra”(var fljótur að fá kinnhest frá mömmu:), ekki misskilja mig, ég er ekki rasisti, þvert á móti, en ég hafði aldrei heyrt neitt annað orð yfir þá sem voru dökkir á hörund nema negrar og niggarar. Þessi orð hafði ég lært af sjónvarpinu, og þótt ótrúlegt sé var þetta sjónvarpsefni barnaefnið sem ég fylgdist með. Þetta var einungis eitt dæmi. Annað dæmi er það Þjóðverjahatur sem að stafar af stríðsmyndum Ameríkanans. Þar eru stríðshetjurnar þeirra tifinningalaus/næm, vindlareykjandi hörkutól sem að drepa í hundruðatali. Lítum til dæmis á Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni, eru til einhverjar vinsælar stríðsmyndir þar sem þjóðverjum er virkilega lýst sem manneskjum en ekki einhverjum svikulum, undirförulum, tugdrepandi, geðveilum manneskjum ? Þær eru ekki margar, það af því að áróðurinn hefur tekist að móta markaðinn eftir því sem stærsta markaðnum(hollywood og Bandaríkin yfirhöfuð) finnst að ætti að mata fjöldann með. Annað dæmi um áróður eru sígarettur. Ég þarf varla að minnast á markhópinn, 14-20 ára er markhópur sígarettuframleiðenda. Sami markhópur og fyrir flestar hasarmyndir hmmm, dálítið hentugt fyrir þá….
Kommúnistahræðsla, í öllum kvikmyndum sem kommúnistar koma fyrir eru þeir annaðhvort að fara að taka yfir heiminn eða að þá að þeir séu svona comic relief(sá sem kemur fólki til að hlæja, yfirleitt aularnir í myndinni).

Boðskapurinn með þessari grein er ekki sá að hætta að horfa á kvikmyndi, því að þrátt fyrir að kvikmyndir(og teiknimyndir)búi stundum yfir áróðri, þá eru þær skemmtilegar, heldur að vera meðvituð um hvað við erum að horfa á.

Endilega horfið eins mikið og ykkur lystir, it can´t hurt you