The Devil's Advocate The Devil's Advocate

Ég efast alls ekki um að það sé einhver búinn að gera mynd um þessa snilldar mynd. Og ég efast heldur ekki um að einhver geti gert betur en ég, en ég bara varð að skrifa um hana hún er svo Ótrúlega góð.
-

Leikstjóri: Taylor Hackford
Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Al Pacino, Charlize Theron. o.f.l
Handritshöfundar: Andrew Neiderman
-

Ég vill byrja að segja frá um hvað myndin er: Hún fjallar um lögfræðinginn Kevin Lomax (Keanu Reeves) sem hefur ekki tapað einu einasta máli. Hann á gullfallega konu, Mary-Ann (Charlize Theron). Eitt sinn þegar þau eru að djamma eftir að hafa unnið enn eitt málið hittir Kevin mann sem er frá virtri lögfræðistofu í New York. Hann býður honum að koma og vera hjá þeim og þau fá alls kyns fríðindi eins og frítt fæði og húsnæði og borgað verður fyrir þau reikninga. Og ekki er húsnæðið neitt til að kvarta yfir, því þau fá glæsilega íbúð. Eftir að þau flytja hittir Kevin forstjóra fyrirtækisins John Milton (Al Pacino). Hann er mjög gáfaður og sýnist alltaf vita einhverja leið útur öllu og hefur svör við öllu. En einn daginn Þegar Kevin er allann daginn í vinnunni byrjar Mary-ann að verða geðveik og verður alltaf meira geðveikari. Og það er einsog henni finnist þetta alltaf vera að gerast og hún finnur fyrir öllu, einsog eitthvað djöfullegt sé að verki.
Restina verðiði bara að sjá sjálf ( þið sem eruð svo óheppin að vera ekki búinn að sjá þessa mögnuðu mynd )

-Ég persónulega mundi gefa henni ***1/2 af 5

Ég biðst fyrirfram velvirðingar á öllum stafsetningavillum og ásláttarvillum.

Takk fyrir, toejam