Það hefur oft verið sagt að Bandaríkjamenn misnoti sögulegar staðreyndir og fari rangt með mál og oft er ekki heil brú í kvikmyndum.Bretar hafa verið Ötulir að mótmæla þessu og eru þeir þá helst reiðir út í kvikmyndirnar Braveheart ,The Patriot og U-571.í máli U-571 segjast þeir hafa dulmálsvélinni úr höndum Þjóðverja,en kunningi minn segir að Stærðfræðilið frá Oxford hafi ráðið Dulmálið.En eitt er víst Þjóðverjar áttu engin indíánamál.Myndin sem ég ætla að taka fyrir er Skylmingaþrællinn eða Gladiator eftir Ridley Scott.
Tekið úr Sögu Rómarveldis.
“En líf Marcusar leið ekki hægt og rólega.Hann neyddist til að vega Germana meðan hann var að skrifa þetta fimmta guðspjall mannkynssögunnar, og að lokum beið hann dauðans svo að hann fann enga huggun í þeim syni sem átti að erfa ríki hans,og enga von um hamingju handan grafarinnar.Bæði sál og líkami hverfa aftur til frumefna sinna.”
Eitthvað virðast þeir hafa haft pat á þessari orusstu við Germani en ég fann ekkert um hana.Maximus sem Russel Crowe leikur virðist hafa verið uppspuni frá rótum en það eru aðrir gaurar sem heita Maximínus hershöfðingji og Maxímus sem tengjast ekkert myndinni.Commodus sonur og eftirmaður Marcusar Areliusar var enginn bleyðimaður heldur alger brálæðingur.Fór hann til Rómar eftir þessa bardaga við Germani og lifði lífinu.Hann sýndi öldungaráðinu lítilsvirðingu en var góður við fólkið.Hann var fimur með sverðið og sýndi listir sínar á almannafæri,drap mörg villidýr á einum morgni og krafðist þess síðar að ríkið borgaði honum fyrir þessar sýningar.Hann átti kvennabúr 300meyjar 300 sveinar og brá hann sér oft í kvennmansbúning og átti vingott við sveina.Hann er sagður hafa verið mjög grimmur og drap menn þegar honum sýndist með herkúlesarkylfu einni.Hann safnaði saman vanskapningum og skaut þá með örvum sínum.Lúcilla systir hans reyndi að gera uppreisn en var tekin af lífi að fyrirskipan bróður síns.Síðasta dag ársins 192 lagði Marcia(ástkona hans)á ráðin morð hans.Hann var 31 ára.
Áður sagðist ég ekkert hafa heyrt Maximusar getið en nafnið kemur fyrir í teksta um Marcus Arelieus,en ekkert um hver hann er,Lúcille mamma Commoduar(sama nafn) er sögð hafa átt vingott við skylmingamann nokkurn og átt með honum Commodus,en það er bara saga.Endilega reynið að finna meira um Maximus hershöfðingja.

KURSK