DVD egg Ég hef reyndar látið áður grein um þessi blessuðu DVD-egg en hún er gleymd og grafin þannig að ég ætla að leyfa nýjum lesendum að njóta þessara eggja líka.

Egg í bíómyndum sem komnar eru á DVD eru ekki svo óalgeng. Nú kveikja ekki alveg allir á perunni og hugsa: ,,Egg!” En já ég er að tala um egg.
Þessi egg heita reyndar bara leyni eða svindl. Svindl sem gerendur DVD disksins hafa látið á diskinn svo hann yrði skemmtilegri.
Þið eru kannski ekki að fylgja þannig að ég kem mér að efninu.

Á mörgum dvd diskum eru faldir trailerar, falin viðtöl eða falin klippt atriði úr bíómyndinni sem dvd diskurinn á við. Þið getið til dæmis bara í Main Menu-inu klikkað með örvartakkanum á dvd spilarafjarstýringunni til vinstri og þá ætti að myndast eitthvað merki eða eitthvað. Þið ýtið á play og trailer byrjar kannski að spila.

Þetta er orðið hálf ruglingslegt. Ég ætla að koma með dvd myndar dæmi.

Independence day (special edition): Þið skellið inn disk 2 og veljið data console held ég að það heiti. Svo ýtið þið einn upp og einn til hægri. Þá ættuð þið að sjá rautt ljós kvikna á tölvunni. Þið ýtið á play og tölvan startar sér. Hún sýnir skilaboð: Enter 7-4. Þið farið þá aftur í Main Menu-ið og sláið inn 74. þá ættuð þið að fara beinustu leið inn í geimskipið. Nú hafiði fullt af nýjum möguleikum til að fikta í.

En til að toppa þetta nú alveg þá er til heimasíða sem segir ykkur frá svona leynum á dvd diskum. Þessi sama síða sýnir ykkur líka leyni á geisladiskum, forritum og fleira. Þetta er mjög skemmtileg síða ef maður á mikið af dvd myndum. Það er líka gaman að finna svona leyni í forritum.

www.eeggs.com

Kveðja

maurinn