Um þessar mundireru að hefjast tökur á leikinni kvikmynd um Láru Croft, hetjunni úr tölvuleiknum Tomb raider.Leikstjórinn er Simon West sem sendi einnig frá sér myndirnar Con Air og The General´s Daughter. Það er leikkonan Angelina Jolie sem leikur Láru. Angelina hefur leikið í kvikmyndum á borð við Gone in 60 seconds og Pushing Tin. Talið er að myndin verði til fyrir sumarslaginn árið 2001.