Simon Grim er hljóðlátur og vinalaus ungur ruslamaður sem
býr með þunglyndri móður sinni og lauslátri systur sinni. Dag
einn kemur tilgerðalegur flakkari/útlagi sem heitir Henry Fool
til hans. Henry er nýkominn úr fangelsi fyrir að nauðga stelpu
og segist vera ljóðskáld. Hann gistir í kjallara Simon og þeir
mynda vinasamband og kemst í ljós að Simon hefur sterka
hæfileika sem ljóðskáld en ljóðið hans er klúrt og óvíst að
hann geti gefið það út.

Hal Hartley gaf frá sér þessa mynd árið 1997 en hann hefur
einnig leikstýrt/skrifað Amateur, Monster o.fl. Hal Hartley er
frægasti sjálfstæði leikstjóri ásamt Jim Jarmusch og Wim
Wenders.

Henry Fool er sýnd á Föstudaginn 20 des. og mæli ég með að
þið horfið á hana.