Já, ég verð að fá að blása aðeins út. Ég er að verða brjálaður á því að geta ekki stokkið út í búð og keypt mér eina DVD mynd án þess að þurfa að greiða fyrir diskinn með Visa léttgreiðslum til þriggja mánaða…

Mér finnst verðið á DVD diskum vera komið út í svo miklar öfgar að það hálfa væri yfirdrifið nóg! Fyrir um þremur árum voru flestar DVD myndir á 1990 krónur en í dag er erfitt að finna mynd undir 3000 krónum! Ég var vanur að kaupa mér Friends disk á 1690 í Elko og BT (og meira að segja 1290 í Euronics!), en nú kosta þeir t.d. á ofur tilboði 2300 í Elko..!

Ég veit að það hefur verið smá verðbólga, en það er ekki búð að vera svona gríðarlega mikil hækkun á öðru afþreyingarefni. T.d. hafa tölvuleikir lítið sem ekkert hækkað á síðustu árum og tónlistardiskar hafa ekki hækkað svona mikið þó þeir hafi aðeins hækkað.

Mér finnst bara vera komið nóg og velti því fyrir mér hvort að þetta sé vísbending um að Skífan sé að fara á hausinn eða eitthvað?? Allavega þegar ég fór til Danmerkur í sumar (sem eru með svipað verðlag á afþreyingarefni (reyndar ódýrari tónlistar-geisladiskar)), þá gat ég keypt mér 10 diska fyrir um 15 þúsund. Þar voru fleiri tugir ef ekki hundruð titla á 100 kr danskar (1100 íslkr) og flestir nýjir diskar voru svo um 2000 - 2500 krónur með undantekningum náttúrulega.

Mig langaði bara rétt aðeins að láta heyra í mér og heyra ykkar skoðun á þessu máli.
kv, Andri