Mér hlotnaðist sá heiður að fá að fara á fyrstu
sýningu Lord of the Rings: The Two Towers 10.
desember og hérna langar mig til þess að segja
mína skoðun á myndinni.

Þessi telst til spoilera, ef þú lest hana gætirðu
fengið að vita eithvað um myndina sem þú kærir þig
ekki um að vita.
Ég ákvað líka að senda þessa mynd inn á
Kvikmyndaáhugamálið ásamt Tolkien áhugamálið vegna þess
að hún passar við bæði.





Eins og kemur fram í útlenskri grein sem sum ykkar
hafa lesið byrjar myndin á yfirsýn yfir Þokufjöll
(The Misty Mts). Myndin færir sig svo inn í Moria
þar sem maður sér Gandalf standandi á Khazad-Dúm
brúnni, rétt áður en hann fellur niður, nema í
þetta skiptið sérðu hvað gerist í fallinu.
Gandalf berst við Balrogginn í loftinu í einu
flottasta atriði sem ég hef nokkurntíman séð.

Atburðarrás fyrri hluta bókarinnar gengur hratt
fyrir sig, Sam og Frodo hitta Gollum alveg í byrjun
og fljótlega eru þeir komnir út úr fjallalendinu
Emyn Muil sem þeir sáust fara inn í í enda
fyrri myndarinnar.

Ég ætla ekki að fara lengra í söguðráð myndarinnar.
Myndin er á alla vegu vel gerð, Gollum er stórkostlega
vel gerður og allt öðruvísi en ég ýmindaði mér hann.
Treebeard er mjög skemmtileg persóna og Entarnir vel
gerðir.

Helms Deep Atriðið var án efa eitt það flottasta
í sögu kvikmynda, allt frá sprengingum að
sverðabardögum, orkarnir að brjóta upp hurðina og
Álfarnir að skjóta örvum. Allt er þetta vægast sagt
stórkostlegt og bardaginn í heild besta atriði
myndarinnar fannst mér.


Öll atburðarrás myndarinnar gengur hratt fyrir sig
og sögunni er komið vel til skila, líka fyrir þá
sem ekki hafa lesið bókina. Leikararnir eru
óaðfinnanlegir og tæknibrellurnar eru þær flottustu
sem ég hef nokkurntíman séð.

Eins og allar góðar myndir eru einhverjir gallar.
Aðal gallinn í þessari mynd var það að of fljótt var
skipt á milli atriða. Maður var að fylgjast með Helms
Deep bardaganum og allt í einu var skipt yfir á Frodo
og Sam, maður tók samt aðalega eftir þessu í byrjuninni.

Vona að einhver sé sammála mér, þetta eru allt mínar
skoðanir og ég bið þig að virða þær eins og ég virði
þínar skoðanir.
Biðst afsökunar á stafsetningar og málfræðivillum.


Takk Fyri