Uppáhalds Terry Gilliam. Um daginn kom huginn Ginsberg með grein sem hét
uppáhalds Hitchcock og fjallaði hún um hverjar væru
bestu/vinsælustu Hitchcock myndirnar og svo fengu aðrir
hugar að koma með sitt comment yfir hvað væri þeirra
uppáhaldsmynd hans. Mér fannst sniðugt að gera þannig
grein um efnaða leikstjórann Terry Gilliam sem hefur heldur
betur skrautlega ferilskrá og mundu eftirfarandi myndir vera
hans vinsælustu verk í engri sérstakri röð:

Monty Python and the holy grail(1975).
Twelve Monkeys(1995).
Fear and loathing in Las Vegas(1998).
Time Bandits(1981).
Brazil(1985).
Fisher King(1991).
Monty Python\'s the Meaning of Life(1983).
The Adventures of Baron Munchausen(1988).

Þetta voru vinsælustu myndirnar sem hann hefur leikstýrð, en
hann hefur einnig skrifað handrit og leikstýrt þætti (og fleiri)
myndir með breska leikhópnum Monty Python. Slatti af
þessum heimildum komu frá IMDB og þegar ég leitaði þar að
upplýsingum fyrir þessa grein sá ég að á næsta ári kemur
mynd sem hann mun leiksýra og hún heitir Good Omens og
verður mjög líklega súrealísk grínmynd einsog flestar af hans
myndum. En hver er ykkar eftirlætis Terry Gilliam mynd?