Sean Bean Sean Bean

Sean Bean er enn eitt gott dæmi um svokallað ,,andlit”. Hann
hefur leikið í ógrynni af sjónvarpsmyndum og kvikmyndum,
alls 61. Meðal þess sem Sean Bean er frægastur fyrir eru
sjónvarpsmyndirnar um Sharpe hershöfðingja sem sýndar
voru í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum, Golden Eye sem Alec
Trevelyan og síðast og aðallega sem Bolomir í Lord of the
Rings seríunni.
Leikarinn skemmtilegi sást fyrst hér á landi í myndinni Patriot
Games sem Sean Miller en þar lék Sean Bean ásamt
stjörnunni Harrison Ford í sögu Tom Clancy um
lögreglumanninn Jack Ryan. Leikur hans í Patriot Games
varð til þess að Tom Clegg réð hann til starfa í mynd sinni
Sharpe´s Rifles (1993) um Sgt. Richard Sharpe, þar sem
Sean Bean lék titilhlutverkið. Sharpe´s Rifles fylgdu fjótán
myndir sem allar hétu Sharpe-eitthvað. Milli þess að gera
Sharpe myndirnar lék Bean í hinum ýmsu myndum, þ.á.m
Black Beuty (1994), hin fyrrnefnda GoldenEye (1995) og Anna
Karenina (1997). Árið eftir Sharpe: The Legend síðustu
myndina í Sharpe röðinni lék Bean ásamt Robert DeNiro og
Jean Reno í myndinni Ronin undir stjórn John
Frankenheimer, þar lék Sean Bean svikarann Spence en
hlutverkið svikari hafði þá festst við hann og átti eftir að festast
enn meira við hann.
Næsta stórmynd Bean var myndin Don´t Say A Word, þar lék
Bean svikara á móti Micheal Douglas. Sama ár kom líklega
hans mesti leiksigur, í kvikmyndinni Lord of the Rings:
Fellowship of the Ring þar sem Bean endurtekur leikinn sem
svikari að þessu sinni undir nafninu Boromír. Næst fáum við
að sjá þennan áhugaverða leikara rétt eftir jólin í framhaldi
Lord of the Rings og í kvikmyndinni The Big Empty sem
kúreki.
Sean Bean er einlægur aðdáandi Sheffield United
ruðningsliðsins og sést það helst á því að hann er með stórt
tattú af merki þeirra á vinstri öxl