Scott Bakula Scott Bakula

Scott Bakula sem heitir nafni sem svipar óhugnalega mikið til
Drakula er 42 ára og tveggja mánaða í dag og í tilefni þess
ætla ég að skrifa grein um hann. Þessi myndarlegi maður
varð fyrst frægur á Íslandi fyrir sjónvarpsþáttaseríuna
Quantum Leap. En þá hafði hann þó leikið í þrem öðrum
seríum, Designing Women, Gung Ho og Eisenhower & Lutz.
Quantum Leap þættirnir fjalla um vísindamanninn Dr. Sam
Beckett (nafnið líklega tekið frá leikritahöfundinum Samuel
Beckett) leikinn af Scott Bakula sem ferðast milli líkama frá
mismunandi tímum mannkynssögunnar. Virti leikarinn Dean
Stockwell leikur einnig í þáttunum, vin Dr. Beckett, Al. Serían
var í gangi í fjögur ár frá 1989-1993 og átti lítinn, en dyggan
aðdáendahóp á landinu.
Síðan serían hætti ´93 hætti Bakula ekki að leika og sést það
á því að á næstu níu árum átti hann eftir að leika nokkrum
stórum kvikmyndum og sjónvarpsseríum. Meðal þeirra
mynda eru The Color of Night (1994) þar sem Bakula lék
sálfræðing, Major League 3: back to the minors (1998) og
síðast en ekki síst lék hann sitt stærsta hlutverk í
óskarsverðlaunamyndinni American Beauty (1999) þar sem
hann lék vingjarnlega homma nágranna Kevin Spacey, Jim
Olmeyer. Meðal þeirra sjónvarpsþátta sem Bakula kom fram í
eru The Invarders, Murphy Brown og nú síðast sem Cpt.
Jonathan Archer í sjónvarpsþáttaseríunni Enterprise (Star
Trek).
Scott Bakula þykir nokkuð sérstök stjarna, gott dæmi um það
er að hann birtist á forsíðu Playgirl Magazine árið 1995 þar
sem hann talaði einnig um að hann myndi ekki eiga í
erfiðleikum með að leika í nektasenu. Seinna nafn leikarans,
Bakula þýðir blóm. Scott Bakula hefur unnið til nokkura
verðlauna fyrir leikhæfileika sína þar á meðal Golden Globe
(fyrir Quantum Leap) og tilnefndur til Tony verðlauna fyrir
einhvern söngleik.
Ég trúi því að Bakula eigi eftir að fá sitt stóra tækifæri á
næstunni þar sem leið hans hefur nokkurn veginn legið upp á
við frá byrjun. Gangi þér vel Scott Bakula!