Titill: Ghost Ship
Tagline: Sea Evil
Leikstjóri: Steve Beck
Tegund myndar: Horror
Lengd: 91 mín
Framleiðslu ár: 2002
Handrit: Mark Hanlon og John Pogue
Framleiðandi: Robert Zemeckis, Steve Richards o.fl
Tæknibrellur: Brian Cox
Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Julianna Margulies, Ron Eldard og Desmond Harrington

Ghost Ship fjallar um Sean Murphy(Gabriel Byrne)sem er skipstjóri og áhöfn hans sem sérhæfa sig í því að bjarga skipum og öðrum mannvirkjum sem finnast á reki útá rúmsjó.
Eftir velheppnaða björgunaraðgerð fá þau upplýsingar um skip á reki út á Beringssundi og náttúrulega grípa þau tækifærið og leggja í hann, þegar þau komast að skipinu sjá þau að þetta er skemmtiferðaskip sem hvarf sporlaust fyrir 40 árum og núna fara ýmsir skrítnir hlutir að gerast.

Þessi mynd er ekki fullkomin en hún er ekki heldur meingölluð, leikararnir standa sig flestir ágætlega og þá sérstaklega Gabriel Byrne, manni bregður einstaka sinnum en ekki rosalega og tónlistin hjálpar mikið til þar, handritið er sæmilegt en hefði getað verið mikið betra sem og leikstjórnin en það sem stendur uppúr eru tæknibrellurnar sem eru í höndum fagmanns sem hefur unnið við myndir eins og Artificial Intelligence, Pitch Black og The Matrix
svo eitthvað sé nefnt. Allt í allt er þetta ágætis skemmtun.

***/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.