Frailty Frailty (2002)
Leikstjórn: Bill Paxton
Handrit: Brent Hanley
Aðalhlutverk: Bill Paxton, Powers Boothe, Matthew McConaughey, Matthem O'Leary, Jeremy Sumpter

—-

(Spoilerar framundan, ættu að vera frekar vægir)

Jæja, hvað get ég sagt, ég er gáttaður. Ekki yfir gæðum þessarar kvikmyndar. Nei. Ég er orðlaus yfir allri þeirri jákvæðu krítík sem þessi mynd hefur fengið frá ótrúlega mörgum virtum gagnrýnendum. Ég er ekki að segja að ég sé betur að mér en þeir í þessum efnum en í hreinskylni sagt sá ég ekki neitt í þessari mynd sem ýtti undir jákvæða umfjöllun.

Ég hef verið spenntur fyrir þessari mynd í þónokkurn tíma og fannst konseptið áhugavert, Einstæður og elskulegur faðir fær vitrun frá guði um að heimurinn sé fullur af djöflum í mannsmynd og að starf hanns verði héðan í frá að útrýma þessum djöflum með hjálp sona sinna.
Ok, cool söguþráður, fjöldamorðingjasaga með trúarlegu ívafi blandað við fjölskylduharmleik um misnotkun og ofbeldi.
En nei, einhvernvegin tókst Bill nokkrum Paxton að skemma þessa annars fínu pælingu í sínu fyrsta leikstjórnarverkefni og nýtur hann diggs stuðnings Brent Henley (handritshöfundar) í þessum skemmdarverkum.

Sagan hefst á því að Fenton Meiks kemur inn í höfuðstöðvar FBI og tilkynnir FBI manni nokkrum að hann viti hver “Guðshandar morðinginn” sé, en það er fjöldamorðingi sem alríkislögreglan hefur víst verið að eltast við. Fenton þessi byrjar þá að segja söguna af æsku sinni og hvernig faðir hanns fékk vitrun frá guði um að drepa djöfla o.s.f.
Síðan hefjast morðin. Feðgarnir fá hvorki meira né minna en 3 “heilög” vopn í baráttu sinni við hin illu öfl en þau samanstanda af stálröri, hanskapari og gamalli öxi sem er kölluð “Otis”. Síðan hefjast þeir handa við að brytja niður fólk en það er víst valið eftir listum sem faðirinn fær heimsendann frá almættinu sjálfu. Yngri bróðirinn, Adam, kaupir alla þessa fílósófíu um djöflana í mannsmynd en eldir bróðirinn, Fenton, kaupir þetta ekki og telur að faðir sinn sé genginn af göflunum en þorir þó ekki að segja frá.

Svona hljóðar þessi saga í stuttu máli. Og hvað var svo að myndinni?
Best að byrja á leiknum. Strákarnir sem léku bræðurna tvo stóðu sig frábærlega og fær Paxton smá plús í kladdan fyrir að ná svona góðum leik útúr þeim.
Paxton fannst mér afleiddur í hlutverki föðurinns. Það er kannski ekki alfarið honum sjálfum að kenna því að þessi persóna er alveg einstaklega illa skrifuð og bíður upp á lítið annað en slæma hluti. Frá byrjun til enda sjáum við bara eina hlið á pabba gamla, hann er bara elskulegur pabbi (jafnvel alveg fáránlega elskulegur og sanngjarn) og breitist það ekkert í gegnum myndina, skiptir ekki máli hvort hann er að brytja niður fólk eða elda kvöldmatinn. Við fáum aldrei að sjá nein innri átök föðurinns um réttmæti aðgerða sinna, aldrei kemur honum til hugar að það sem hann sé að gera sé rangt eða neitt í þá áttina. Það er reindar reint að útskýra þetta undir lokin í einni verstu og fyrirsjáanlegustu fléttu í manna minnum en ég keypti það ekki.
Matthew McConaughey þarf lítin leik að sýna út myndina þannig að hann fær hvorki plús né mínus fyrir sitt framlag.

Næst er það handritið. Handritið er fáránlegt. Mér er skapi næst að segja ekkert meira um það þarsem að ég er ennþá mjög reiður út í það fyrir að valda mér jafn miklum vonbrigðum og raun bar vitni en ætli maður verði ekki að minnast á eitthvað.
Að mínu mati var ekkert í þessu handriti sem ekki mátti betur fara. persónusköpunin var einstaklega veik í lang flestum tilvikum. Pabbinn var tvívítt góðmenni sem ákvað einn góðan veðurdag að gerast djöflabani án þess að það hefði í för með sér neina sérstaka skapgerðarbreitingu. Yngri sonurinn dýrkar pabba þannig að honum finnst bara flott að slátra djölfum því þá er hann eins og súperman. Eldir bróðirinn, Fenton, er einna helst sæmilega mótaður enda er hann aðal sögupersóna myndarinnar en samt er persóna hanns engin völundarsmíð, eiginlega bara hann að vera misþrjóskur og tortryggin út myndina.
Það sem stakk mig mest við þessa mynd er hversu vægislaus öll atvik hennar eru. Morðin hafa t.d. ekkert sérstakt tilfinningalegt vægi í sögunni og hafa þarafleiðandi lítil áhrif á áhorfandann. Jújú, þetta var sjokkerandi og rangt en mér var samt einhvernvegin alveg sama, og þetta eiga að vera atriði sem fólki á ekki að standa á sama um. Öll tilfinningatengsl voru tvívíð og lítil dýpt til staðar sem geðri það að verkum að manni stóð nokkurnvegin á sama um persónurnar og örlög þeirra en myndin stendur og fellur með samúð manns með bræðrunum.
Ekki má síðan gleyma allskonar ólógík eins og að aldrei hafi verið nein lögreglurannsókn á þessum morðum og að aldrei hafi sést til þeirra ræna fórnarlömbum sínum (einnig útskýrt í lokin á mjög ófullnægjandi og ótrúverðan hátt). Einnig hversu viljugur hinn reynslumikli FBI lögreglumðaur var til þess að fara með manni sem hann hafði þekkt í hálftíma einn upp í sveit að grafa upp lík án þess að láta nokkurn mann vita hvert hann var að fara.
Gagnrýnendur hafa líka allir hrósað þessari mynd fyrir “frábæra lokafléttu” sem mér fannst persónulega ein sú fyrirsjáanlegasta sem ég hef séð, stefndi aldrei í neitt annað alla helvítis myndina en eitt kom mér þó á óvart og það var úrlausn myndarinnar sem ég er ennþá hneiklaður yfir og fannst mér hún alveg hreint ótrúlega ódýr leið til þess að útskýra alla þá vankannta sem voru á myndinni og allan þann fáránleika sem undan gekk (auk þess sem að skrifa heilan kapitula úm fáránleika útaf fyrir sig).

Kvikmyndatakan var líka alveg merkilega óspennandi en meira að segja verstu B hrollvekjur hafa oftast einhvern myndrænan sjarma en hann er bara ekki til staðar hérna. Lítil sem engin tilraun er gerð til þess að vinna með ljós og skugga og ekki eru einusinni notaðar smá sýjur eða litabreitingar til að ná neinum sérstökum fíling eða stemmningu yfir myndinni. Klipping er ágæt en enganvegin eftirtektarverð, hvoki fyrir gæði né sniðugheit.
Tónlistin er mjög góð, mjög creepy á köflum, of creepy fyrir creeplaust innihald myndarinnar.

Eftir að hafa heyrt stór orð og góða hluti um þessa mynd setti ég hana vissulega í tækið við vissum pakka af eftirvæntingum. Hafði verið að lesa að Stephen King lýsti henni sem “Edge of your seat entertainment” en ég held einhvernvegin að kóngurinn hljóti að hafa horft á einum of margar vondar bíómyndir eftir sínum eigin bókum ef hann kallar þetta “Edge of your seat entertainment”. Einnig hrósuðu menn á borð við James Cameron og Wes Craven þessari mynd til helvítis (þar sem hún má vera mín vegna) en hún uppfyllti engar af þeim körfum sem fólk ætti að gera til hrollvekja yfirleitt. Ég hefði getað sætt mig við það hefði þetta ekki verið hrollvekja heldur áleitið fjölskyldudrama eða suspense mynd eða eitthvað í þá áttina en hún var einfaldlega hvorki fugl né fiskur og gef ég henni þarafleiðandi 3 af 10 möguleikum og þá aðallega fyrir tónlistina og góðan leik strákanna!