Stargate SG-1 Mig langar að skrifa aðeins um þessa merkilegu seríu sem kom í beinu framhaldi af Stargate myndinni sem var nokkuð vinsæl á sínum tíma, 1994 að ég held.

Gróflega útlistaður söguþráður:
Colonel Jack O'Neill og félagar er sendir af bandrískum stjórnvöldum að kanna plánetur viða um himinngeiminn. Stjörnuhliðin eru nánast á hverri einustu plánetu sem fyirfinnst í alheiminum. Leiðangrarnir snúast fyrst og fremst um að finna tækni og vopn sem gera jarðarbúum kleift að verjast árásum frá geimverum sem kallast “Gould”. Þó er þetta einnig á mannúðlegri nótum oft á tíðum og snýst ekki síður um mannfræði rannsóknir á fólki á öðrum plánetum.

Nú hef ég verið forfallinn Stargate SG-1 fíkill um nokkurt skeið. Ég hef séð fyrstu 5 season-in og hlakka til að horfa á það næsta.

Þetta eru ákaflega skemmtilegir þættir að mínu mati. Skemmtanagildið fellst oftar en ekki í því að CG-brellurnar eru rosalegar, reyndar þær bestu sem ég hef séð í nokkrum framhaldsþætti. Ég þarf oft ekki mikið meira en flottar CG-brellur til að skemmta mér, enda mikill áhugamaður um þær.

Einnig er yfirleitt nettur húmor í gangi og Richard Dean Anderson sem flestir þekkja betur sem MacGyver kemur með margar hnittnar athugasemdir.

Þótt aðeins séu um 36 manns(aukaleikarar) á hverri plánetu og allir tali ensku þá læt ég það ekki fara í taugarnar á mér, en margir munu hata þessa þætti fyrir það.

Svona í bláendann er rétt að hvetja þá sem ekki hafa séð þessa þætti að kíkja á þá og hvetja e-h sjónvarpsstöðina til að taka þessa þætti til sýninga.

Einnig langar mig að vita hvort e-h hérna horfi á þetta?