Harry Potter and the Sorce Harry Potter hefur átt heima hjá frændfólki sínu næstum alla sína æsku. Frændfólkið eða Dursleyfjölskyldan eru mjög vond við hann og hefur hann saknað foreldra sinna mikið en dóu þau þegar hann var kornungur. Á 11 ára afmælisdegi sínum fær hann boð um að koma í galdraskóla sem heitir Hogwartskóli. Hann vissi ekkert um að hann væri töframaður og er náttúrlega voðalega spenntur. En í Hogwartskóla kynnist hann mörgu skemmtilegu og merkilegu fólki og eignist marga vini. En þar fær hann líka að vita meira um fortíð sína og er það alls ekki hættulaust. Þetta er svona söguþráður ekk í grófum dráttum en ég held að flestir kannst við hann.

Ég er mikil aðdáendi þessar snilldarbóka og fór á myndina með miklar væntingar. Þegar ég kom út var ég móðgaður! Myndin er nú bara lítilsvirðing við þessa snilldarbók.

Harry Potter er leikinn af Daniel Radcliffe. Daniel er alveg eins og Harry í útliti hann má eiga það. En leikur hans er hræðilegur. Í bókinni er Harry frábær karakter en í myndinni er bara virkilega flatur og leiðilegur. Það er aðallega út af leik Daniels og lélegu handriti.

Ron Weasley og Hermoine Granger eru leikinn af Ruper Grint og Emma Watson. Þau standa sig töluvert betur en Daniel sem Harry. Ruper Grint stendur sig mjög vel sem Ron það er satt. En karekter Rons er einhvern veginn allt öðruvísi en í bókunum. Í myndinni er einlega bara að vera fyndinn og hefur lítinn alvarlega. En í bókinni er oftast alvarlega og ekki alltaf að grínast. Karakter Hermione er talsvert líkari karekternum í bókinni og stendur hún sig Emma Watson alveg ágætlega í hlutverki hennar.

Draco Malfoy óvinur Harry í skólanum er leikin af Tom Felton. Þessi karakter er virkilega hlægilega lélegur miðað við í bókinni. Í bókinni á hann að vera algjört kvikindi. En í myndinni er hann bara eitthvað algjört Wanna Be, þetta ömurlega barnalega andlit og vasgreidda hárið hjálpar heldur. Leikarinn þykist vera svo vondur og töff en því miður er hann ógnvæglegri en Kermit í “The Muppet Show”.

Einnig er vinir hans, Crabbe og Goyle algjörlega hlægilegir. Þetta eiga vera bully ekki einhverjir junkfood lúðar.

Fred og George Weasley eða eldri bræður Rons. Eru svona algjörir snillingar í bókunum, þvílíkt fyndnir. En í myndinni eru þeir svo leiðilegir að það er ekki venjulegt. Alveg húmorslausir.

Það voru samt nokkrir karakterar sem heppnuðst vel. Það eru þeir sem eru leiknir af eldra fólkinu. Hinn nýlátni Richard Harris leikur skólastjórann Albus Dumbeldore alveg snilldarlega og er hann besti punkturinn við myndina. Snilldarleikarinn Alan Rickan leikur skoffínið Próffesor Severus Snape alveg frábærlega. Maggie Smith fær líka góða einkunn Prófessor McGonagall. Og auðvitað er Robbie Coltane frábær sem hinn yndislegi skógarvörður Hagrid.

Samt einn fullorðinn klikkar alveg og er það Ian Hart sem leikur Prófessor Quirrell. Þetta er nú bara alls ekki trúverðugt hjá honum.


En stærsti gallinn við þessa mynd sem er líka undirstaða hinna gallanna er handritið. Það er einfaldlega ljósrit af bókinni. En málið er að handrit og bók eru allt aðrir hlutir. Bækur og kvikmyndir eru svo allt öðruvísi og þess vegna klikkar þessi mynd algjörlega. Það vantar bara allt flæði í myndina. Og er myndin bara leiðileg í samanburð við bókina. Flestir karakternir eru flatir og leiðilegir. Og ævintýramynd með leiðilega karaktera er nú bara ónýt mynd.

Líka er leikstjórinn ekki skárri. Hann nær bara að skapa enga stemmningu og er þessi mynd bara algjörlega andalaus. Kannski það eina sem hann náði er að gefa myndinni gott útlit sem er náttúrlega skylda í allar myndir.

Þessi mynd virkar fyrir krakka undir 12 ára aldur og fyrir foreldra sem hafa gaman af því að krakka sínir lifi sig inní myndina. En hún á ekki að virka fullorðið fólk. Það finnst myndin kannski ágæt. En þessi mynd er bara móðgun fyrir Harry Potter aðdáendur og J.K. Rowling. Og getur þá maður sem fílar þessa mynd ekki kallað sig Harry Potter aðdáanda. Þessi mynd er bara algjör barnamynd sem er ekki ætlaður fyrir eldri aðdáendur. En ég sé Harry Potter and the Chamber of Secrets eftir nokkrar klukkustundir og kem strax með Review.

Kveðja Gunnar:(

*/**** (Þetta er mjög vægur dómur)

Ps. Ég get ýmindað mér vitsugurnar. Þeir verða ábyggilega með snuð.J

Ps. 2 Sáuð þið Voldemort? Hvar var þetta mikla illmenni? Kannski fannst mér hann svo hlægilegur að ég hef ekki þekkt hann?