In x years... Árið 1938 kom út bók eftir John W. Campell Jr. sem bar nafnið Who goes there. Fjallaði sagan þá um raunir vísindamanna á einangraðri rannsóknarstöð á Suðurpólnum þegar frosið skrímsli sem þeir höfðu ætlað sér að rannsaka, vaknar upp og byrjar að taka yfir og líkja síðan eftir varnarlausum vísindamönnunum. Fékk sagan hylli fyrir þessi frumlegheit og fyrir að halda svo mörgum lesendum hennar vakandi á löngum og köldum vetrarnóttum.

Árið 1951 var sögunni í fyrsta skiptið komið á hvíta tjaldið undir leikstjórn Howard Hawks og leik þeirra James Arness, Kenneth Tobey, Margareth Sheridan o.fl. Þegar hún kom út þótti hún mjög góð og margar bandarískar myndir sem eftir komu á sjötta áratuginum líktu eftir helstu einkennum hennar - ógnvænlegt skrímsli, herinn sem verndari, vísindaleg mistök - án teljandi árangurs. flestir þeir sem myndu horfa á myndina nú til dags myndu líklega summa hana sem blóðþyrst Frankenstein skrímsli á suðurpólnum.

Árið 1982 kom svo út alveg einstaklega hryllileg (á góða háttinn það er) endurgerð á The Thing. Hún var ekkert rosalega vinsæl þegar hún kom í bíó á því drottinns ári 1982, þrátt fyrir að hafa komist á lista, enda þurftu þessi hryllilega fyrirbæri úr útgeimi að keppa við hina vinalegu geimveru E.T. ;) Hinsvegar hefur The Thing orðið að klassískri kult mynd sem hefur lifað ótrúlega vel síðustu tuttugu árin. Mætti nú kannski halda að The Thing sé lítið annað en enn ein ómerkileg hryllingsmyndin en ó nei, góð ástæða er fyrir því hversu vel og lengi hún hefur lifað; John Carpenter spilar mjög vel á óvissu bæði áhorfenda og karaktera því að hver sem er getur verið “one of those things!!!”

Nú er svo komið að The Thing (1982) er komin út á DVD (loksins kom ég mér að efninu ;) ) og geta harðir aðdáendur myndarinnar, ásamt öðrum, þá glaðst yfir því þar sem að kosta gripur er hér á ferð. Tekur myndin sig vel út á DVD forminu og er úr ýmsu aukaefni að velja, og má þar nefna:

Diskurinn er búinn eftirfarandi aukaefni

Commentary by John Carpenter and Kurt Russell
“The Thing: Terror Takes Shape” - an 80 minute original Making Of documentary
Outtakes from the film
Cast production photos
Storyboards and conceptual art
Location design
Production archives
Production background archives
Original Theatrical trailer
Production Notes
Post Production
Menu Music
Cast & Filmmakers' Notes
2.35:1 non anamorphic PAL
Dolby Digital 5.1 format
Amaray Case

Einnig má minnast á það að ef möguleiki er á því að eignast region 1 disk þá eru þeir með örlítið betri mynd og hljóm gæði. Samt sem áður skuluð þið ALLS EKKI láta það hræða ykkur frá því að kaupa þessa snilldar mynd ef að region 1 er ekki möguleiki.